Sumarsala Barna- og unglingaráðs

Fimmtudaginn 24. júní nk. verður söluhátíð að Ásvöllum kl. 20. Við verðum með hárskraut, töskur, snyrtivörur, Haukabuffin ásamt ADIDAS vörum frá Músik og Sport á hreint frábæru verði. Vantar ekki alla Haukasokka og stuttbuxur? Saumur og merking munu kynna sína þjónustu. Allir aukahlutir sem eru nauðsynlegir á mót sumarsins verða á boðstólum. Komið og nýtið […]

Helga Torfadóttir í markið

Stelpurnar okkar hafa fengið frábæran liðsstyrk, þar sem Helga Torfadóttir hefur gengið til liðs við Hauka en hún lék áður með Team Tvis Holstebro. Eins og menn vita er Helga gríðarlega öflugur markvörður og ekki síður er hún góður félagi. Við bjóðum Helgu innilega velkomna í Haukafjölskylduna og bíðum spennt að sjá til hennar á […]

Íþrótta- og knattspyrnuskóli Hauka

Þriðja námskeið Íþrótta- og knattspyrnuskóla Hauka hefst á Ásvöllum mánudaginn 21. júní. Mjög góð þátttaka hefur verið á fyrstu tveimur námskeiðum sumarsins og eru nýir þátttakendur boðnir velkomnir. Skráning eða frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu knattspyrnudeildar eða í vallarhúsi frá 08:45 – 12:00 alla virka daga vikunnar.

Síðasta vika KNATTSPYRNUAKADEMÍUNNAR

Mánudaginn 21. júní kl. 13:00 hefst síðasta vika í Knattspyrnuakademíu Wimbledon og Hauka. Gestakennari þessa viku er Paul Mortimer fyrrum atvinnumaður og núverandi unglingaþjálfari U-16 ára liðs F.C. Wimbledon (sjá mynd). Iðkendur í 5., 4. og 3. aldursflokki eru sérstaklega hvattir til þáttöku. Skrásetning er á netinu eða í hádegi á mánudaginn á Ásvöllum. EINSTAKT […]

Knattspyrnuakademía Wimbledon og Hauka

Öðru námskeiði af þremur í Knattspyrnuakademíu Wimbledon og Hauka lýkur laugardaginn 19. júní. Um 50 krakkar á aldrinum 9-15 ára hafa sótt akademíuna þessa viku og er það metaðsókn. Æfingar hafa tekist mjög vel undir stjórn Martyns Heather. Hann hefur verið mjög sáttur við hve krakkarnir hafa verið fljótir að læra eða tileinka sér nýjar […]

Fundur vegna utanlandsferðar 2. og 3. fl. kk

Fundur vegna utanlandsferðar 2. og 3. fl. kk í sumar verður laugardaginn 19. júní kl. 12:00 á Ásvöllum. Mætið stundvíslega og látið foreldra ykkar vita. Daði Rafnsson og Martyn Heather frá Wimbledon, sem nú er gestakennari í Knattspyrnuakademíu Wimbledon og Hauka mun kynna dagskrá leikja og svara spurningum.

Haukastelpur

Stelpurnar í 6. flokk lögðu FH stelpurnar í báðum 17. júní leikjunum sem fram fóru á Víðistaðatúni. Fyrri leikurinn fór 3 – 1 fyrir Hauka en seinni leikurinn fór 5 – 0. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og fjöldi foreldra stóð á hlíðarlínunni og hvöttu stelpurnar.

Haukar-FH

Alls mættu 41 Haukastrákur á Víðistaðartún. Við unnum tvo leiki, gerðum eitt jafntefli og töpuðum tveimur. Umgjörðin var öll hin glæsilegasta og verðlaunapeningar fyrir hvern dreng. Allir strákarnir stóðu sig vel og voru félagi sínu til sóma. Myndir af Haukastrákunum er hægt að skoða á myndasíðunni.

Haukar unnu 17. júní bikarinn

Strákarnir okkar unnu enn eina dolluna er þeir sigruðu FH 38-33 í árlegum leik um 17. júní bikarinn á Strandgötunni í dag. Það er alltaf gaman að fá bikar í safnið, sama hvort hann er stór eða lítill.

Áfram í bikarnum

Við mættum ferskir á þessum sólríka degi á hlíðarenda til að mæta Valsmönnum í fyrstu umferð í bikarnum. Leikurinn byrjaði að krafti og bæði lið vildu ekki gefa neitt eftir þar sem það væri ekkert annað tækifæri í svona keppni. Þó byrjuðum við betur og skoruðum snemma leiks. Það var Hilmar Geir sem gerði það, […]