Benedikt í Hauka!!

Benedikt Jónasson (2300) hefur gengið til liðs við Skákdeild Hauka. Benedikt var áður í Skákfélagi Hafnarfjarðar og má því segja að hann sé kominn heim á ný. Skákdeild Hauka fagnar ekki bara góðum skákmanni heldur býður einnig góðan félaga velkominn í hópinn. Velkominn Benni!!

KR-rúllað upp

Stelpurnar í 4.fl.kv. rúlluðu yfir arfaslakar KR-stúlkur í Vesturbænum dag. Unnu 17-0 og hefði sigurinn getað orðið mun stærri ef við hefðum nýtt betur færin okkar. Liðið a-lið var að láta boltann rúlla vel á milli manna. B-liði vann 7-2 og komst ágætlega frá leiknum en hafa oft spilað betur.

Polla- og Hnátumót KSÍ

Polla- og Hnátumót KSÍ Leikjaniðurröðun í Polla- og Hnátumótum KSÍ hefur verið staðfest. Allar upplýsingar um leikstaði og leikdaga er að finna á www.ksi.is undir Mótamál / Mót.

Hefst þá aftur fréttaflutningur

Það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á innan meistaraflokksins á undanförnum vikum. Það er vonandi að nú þegar rykið virðist vera að setjast geti menn horft saman fram á veginn og byrjað að vinna að því að koma liðinu á rétta braut. Fyrsti leikur undir stjórn Izudin Daða Dervic var gegn Njarðvíkingum, […]

Sigur á Fylki í bikarnum, 4-2

Haukar mættu vel stemmdir og léku á köflum vel saman, sérstaklega í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 2-0, bæði mörkin eftir ágætan samleikskafla. Haukar fengu víti í byrjun síðari hálfleiks og komust í 3-0. Í síðari hálfleik komust Fylkismenn meira inn í leikinn og meira jafnræði var með liðunum. Sigur Hauka var þó aldrei […]

Leiknum við Eyjamenn frestað

Strákarnir voru mættir á Ásvelli um 12 leytið á föstudaginn 25. júní, tilbúnir að bruna á Bakkaflugvöll og taka relluna yfir til Eyja. Veðrið leit hins vegar ekki vel út, tvísýnt með flug og lítið um gistingu ef við kæmumst ekki til baka að kvöldi. Janus hafði samband við þjálfara Eyjamanna og við bættist að […]

Grillveisla

Blásið var til grillveislu 24.júní að Smárahvammi 18, hjá Sigrúnu og Páli, til að þjappa hópnum saman fyrir leikinn við Eyjamenn. Við gæddum okkur á grilluðum hamborgurum, pylsum og grænmetisbátum og horfðum á æsispennandi leik Englendinga og Portúgala. Það náðist betri mynd af grillurunum en af strákunum sem voru niðursokknir í leikinn inni í stofu.

Æfingavikan 28. Júní-4.Júlí 2004

Þriðjudagur 29. Júní: Æfing kl.19:30 – 21:00 – Hvaleyri Miðvikudagur 30. Júní: Æfing kl.19:30 – 21:00 – Hvaleyri Fimmtudagur 1. Júlí: Æfing kl.18:00 – 20:00 – Ásvellir (Leikmannafundur) Föstudagur 2. Júlí: Íslandsmót A.riðill: Haukar-Keflavík kl.20:00 – Ásvellir

Æfingar hjá 2. flokk kk

Mánudagur 28. júní: 19:00 (Hvaleyrarvöllur) Þriðjudagur 29. júní: 19:00 (Hvaleyrarvöllur) Miðvikudagur 30. júní: 20:00 Ásvellir – Bikarleikur: Haukar – Fylkir. Mæting kl. 18:45

Sigurgangan heldur áfram

Í þetta sinn var það Afturelding sem varð fyrir barðinu á okkur strákunum í 2. flokk. Við mættum nokkuð hressir til leiks eftir erfiða æfingarviku með Paul Mortimer frá Englandi. Leikurinn byrjaði þó nokkuð dauflega og ekkert gerðist fyrr en við fórum í gang eftir 20 mínútur. Um miðjan hálfleik fengum við hornspyrnu frá Hilmari […]