Haukar – FH

Á morgun, laugardag, klukkan 18:00 fer fram leikur Hauka og FH í N1 deild kvenna á Ásvöllum. Fjölmennum á leikinn og styðjum stelpurnar okkar til sigurs.

ÁFRAM HAUKAR!!

Haukar-FH

Sunnudaginn 27. febrúar munu Haukastelpurnar mæta FH-ingum í harðri baráttu.. þennan leik verðum við að vinna ef við eigum að eiga einhvern möguleika á að að vinna þetta mót….
Leikurin fer fram í Fífunni og mun hann hefjast kl. 20:00, Haukastelpur eiga að mæta kl. 19:00…
ekki er víst hverjir verða með en vitað er að Sara Björk mun ekki spila með.. hún meiddist í leik Hauka-stjörnunnar, sem fór fram um síðustu helgi.. og jafnvel þú hún verði orðin góð þá mun hún mæta á æfingu á hjá U-17 landsliðinu..
Einnig er vitað að Tanja mun ekki vera með að sökum meiðsla sem hún hlaut í fyrra sumar, en tóku sig upp aftur á fyrstu æfingu hennar á Íslandi..
Slaðana er aftur á móti spurnig.. ekki er víst hvort hún sé komin með leyfi til að spil ameð okkur en hún mun allavegana sitja á bekknum og hvetja okkur…
flestir aðrir munu spila þrátt fyrir sín meiðsl..

Allir að mæta á völlinn og hvetjum Haukastelpurnar!!!
ÁFRAM HAUKAR!!!!

Haukar-FH

7. flokkur karla

Haukar-FH verður miðvikudaginn 8. september kl: 16:00 á gervigrasinu á Ásvöllum. Við leikum til kl: 17:00.
Mætum tímalega,

Kveðja Óli
Gsm. 694-3073
e-mail: oliodds@simnet.is

Haukar-FH

Alls mættu 41 Haukastrákur á Víðistaðartún. Við unnum tvo leiki, gerðum eitt jafntefli og töpuðum tveimur. Umgjörðin var öll hin glæsilegasta og verðlaunapeningar fyrir hvern dreng. Allir strákarnir stóðu sig vel og voru félagi sínu til sóma. Myndir af Haukastrákunum er hægt að skoða á myndasíðunni.

Haukar-FH

Það var öruggur sigur hjá strákunum okkar í kvöld er þeir lögðu fimleikadrengina 32-29 á Ásvöllum í kvöld.
Haukarnir byrjuðu leikinn betur 3-1, 6-3 en fimleikapiltar náðu að jafna 8-8. Þá gáfu okkar menn aðeins í og náðu ágætis forskoti 13-10 og 15-11 en misstu það niður í 16-15 í hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks var jafnt 16-16 og aftur 20-20 og komust þá fimleikapiltar yfir í eina skiptið í leiknum 20-21. Við gerðum næstu þrjú mörk 23-21, þeir jafna 24-24 en eftir það höfðum við yfirhöndina 27-24, 30-27 og lokatölur 32-29.

Þetta var hörkuleikur en alltof grófur á köflum. Spurning hvort einhverjir hafi misskilið orðið “Hafnarfjarðarslagur” og talið allt leyfilegt.