Dollan heima

Já, í gærkvöldi tryggðu strákarnir okkar að “Dollan” væri áfram heima á Ásvöllum. Þeir sýndu og sönnuðu að Haukar eru með langbesta liðið á Íslandi. Úrslitin voru engin tilviljun, að vinna 3-0 í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn er magnað og sýnir yfirburði Hauka. Þeir skrifuðu sig á spjöld sögunnar með því að vera fyrsta liðið til […]

Myndir

Myndasafnið okkar er loksins að farað lifna við aftur eftir alltof langt hlé. Við byrjum á myndum frá því í gær sem hægt er að sjá hér. Gömlu myndirnar koma nú vonandi inn með hækkandi sól.

Landsliðshópur karla

Guðmundur Guðmundsson hefur valið landsliðhópinn sem tekur þátt í Flanders Cup í Belgíu aðra helgi. Í hópnum eru ‘eðlilega’ nokkrir Haukamenn. Birkir Ívar, Þórir, Vignir og Ásgeir Örn. Síðan held ég að við getum eignað okkur Kristján Andrésson en karl faðir hans spilaði ófáa leikina í Haukabúningnum. Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Pálmar Pétursson Valur […]

Haukar ÍSLANDSMEISTARAR

Strákarnir stóðu sig eins og hetjur og stóðu við sitt ásamt vægast sagt frábærum áhorfendum á Ásvöllum í kvöld þegar við tryggðum okkur titilinn eftir hörkuleik við bræður okkar Valsmenn. En meira um það seinna, nú fögnum við!!!

Hvað gerist í kvöld ???

Í kvöld er þriðji leikurinn í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn og spá margra er sú að þetta verði síðasti leikurinn þetta tímabilið. En spá er bara spá og strákarnir okkar vita allt um það. Nú er Valur kominn upp að veggnum fræga og spurning hvernig þeim tekst að höndla það. Strákarnir okkar vita að þeir verða […]

Hanna Guðrún komin heim

Hanna Guðrún Stefánsdóttir er komin heim og hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka að nýju. Þetta eru sannarlega gleðitíðindi fyrir Hauka, því eins og allir vita er Hanna Guðrún frábær félagi og mögnuðu handboltakona. Við bjóðum Hönnu Guðrúnu innilega velkomna heim og hlökkum til að sjá tilþrifin hjá henni næsta vetur.

Frestun á frestunum?

Það lítur út fyrir það að frestuðu skákunum í boðsmótinu verði frestað til mánudags. Þetta verður þó ekki staðfest fyrr en á miðvikudag, 12.maí. Hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á þessum óhjákvæmilegu tilfærslum. P.s. það verður væntanlega ekki mikill friður á Ásvöllum á fimmtudaginn, þar sem Haukar verða íslandmeistarar í handbolta!!! Húrra fyrir þeim!

Skákæfing 11.maí

Heimir Ásgeirsson hafði mikla yfirburði á æfingunni og missti aðeins 1 vinning, með jafnteflum gegn Jóni Magnússyni og Inga Tandra Traustasyni, Skotta kom við sögu, en hún átti erfitt uppdráttar að vanda. Það lítur út fyrir að sumarið sé komið, þar sem mæting hefur verið fremur bágborinn undarfarið. Úrslit urðu sem hér segir: Heimir Ásgeirsson […]

Valur-Haukar 2.leikur

Strákarnir okkar spiluðu frábæran leik og unnu verðskuldaðan og glæsilegan sigur 23-29 á Val í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Jafnræði var með liðunum í byrjun, Valur náði síðan 3ja marka forystu 6-3 en okkar menn eru ekki vanir að gefast upp og jöfnuðu fljótt 8-8. Aftur náði Valur 2ja marka forskoti og var staðan […]

Haukar-Valur 1. leikur

Hann var glæsilegur sigurinn hjá strákunum okkar á Val í fyrsta leiknum í úrslitunum 33-28. Þeir mættu tilbúnir í leikinn, léku á alls oddi og fóru á kostum hvað eftir annað. Vörnin var massív og hraðaupphlaupin eftir því. Haukar byrjuðu vel, skoruðu fyrsta markið og náðu undirtökunum strax í upphafi og héldu í raun takinu […]