Boðsmót Hauka

Síðasta umferð í riðlakeppni Boðsmóts Hauka fer fram fimmtudaginn 27. maí kl: 19.00. Þessir mætast í síðustu umferðinni: A-Riðill Sverrir Örn-Árni Guðmundur-Halldór Sigurbjörn-Sverrir Þ. Staðan í A-Riðli: Sigurbjörn 3,5 v Sverrir Örn 3 v Árni 2,5 v Guðmundur 1,5 v Sverrir Þ. 1,5 v Halldór 0 v B-Riðill Auðbergur – Þorvarður Ragnar – Ingi Stefán […]

Snorri í Hauka.

Skákdeild Hauka býður Snorra Guðjón Bergsson (2275)velkominn í Hauka. Snorri hefur verið lengstum í Helli og var einn af stofnendum þess félags. Nú hefur Snorri ákveðið að breyta til og ganga í Hauka. Við væntum þess að Snorri verði okkur mikill styrkur og góður félagi.

Uppskeruhátíð Skákdeildar!!!!

Uppskeruhátíð Skákdeildar Hauka verður næstkomandi föstudagskvöld, 28/5 kl. 20. Það kostar 1.000 kronur inn og bjór og pizza verða í boði á meðan birgðir endast. Skemmtunin verður með hefðbundnu sniði. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið email til aui@simnet.is eða hringið í síma 821-1963 (Aui). Eða bara mætið.

Lokahóf yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka verður haldin að Ásvöllum fimmtudaginn 27. maí kl. 18:00. Dagskrá verður með hefðbundnum hætti; veittar verða viðurkenningar og síðan verða veitingar í boði deildarinnar, grillaðar pylsur og safi að hætti hússins. Allir velkomnir, ungir sem aldnir.

Stutt jafntefli í D-riðlinum

Sigurður Sverrisson og Jóhann Helgi Sigurðsson gerðu stutt jafntefli í skák sinni á þriðjudagskvöldið. Staðan í D-riðlinum er þá svona: Jóhann 3,5 Sigurður 3 Jón 2,5 Stefán 2 Sveinn 1 Davíð 0 Síðasta umferðin í riðlakeppninni fer fram 27.maí.

Góð mæting á æfingu 18.maí

20 manns mættu á æfingu þriðjudaginn 18.maí. Tefldar voru 2×9 umferðir eftir monradkerfi. Úrslit voru þessi: 1.Þorvarður Fannar Ólafsson 15v. 2.Stefán Freyr Guðmundsson 14,5 3.Sigurður Sverrisson 14 4.Jón Magnússon 12 5.Sveinn Arnarsson 10,5 6.Ragnar Árnason 10 7-8.Sverrir Þorgeirsson 9,5 7-8.Gísli Hrafnkelsson 9,5 9-14.Daníel Pétursson 9 9-14.Ingi Tandri Traustason 9 9-14.Baldur 9 9-14.Stefán Pétursson 9 9-14.Snorri […]

Spenna í boðsmótinu

4 skákir fóru fram mánudagskvöldið 17. maí síðastliðinn. 3 þeirra voru frestaðar, en einni var flýtt frá síðustu umferðinni. Í A-riðli mættust Guðmundur og Sigurbjörn í hörkuskák, þar sem Guðmundur var kominn með yfirburðastöðu, en Sigurbjörn barðist vel. Niðurstaðan varð á endanum jafntefli. Staðan fyrir síðustu umferð: Sigurbjörn 3,5 Sverrir Örn 3 Árni 2,5 Guðmundur […]

Nína komin heim

Nína K. Björnsdóttir er komin uppá land og hefur gengið til liðs við Hauka að nýju. Við Haukar þekkjum vel til Nínu og bíðum spennt að sjá „bomburnar“ hennar í netmöskvunum. Við bjóðum Nínu innilega velkomna aftur og hlökkum til að sjá til hennar næsta vetur. .

Nýr leikmaður mfl.karla

Nýr leikmaður hefur bæst í hóp meistaraflokks karla. Hinn efnilegi Gunnar Ingi Jóhannsson gekk til liðs við Hauka í dag. Hann er tvítugur að aldri og er sonur Haukavinarins góða Jóhanns Inga Gunnarssonar. Við bjóðum Gunnar Inga velkominn í Haukafjölskylduna og erum fullviss að hann kemur til að blómstra hjá okkur.

Lokahóf eldri flokka

Jæja, þá er komið að lokahnykknum. Við ætlum að hittast á Ásvöllum föstudaginn 21. maí n.k. á lokahófi hkd. Hauka. Húsið opnar kl. 19:30. Miðaverð aðeins kr. 1.500. Mætum öll, gleðjumst saman og fögnum glæsilegum árangri.