Spenna í boðsmótinu

4 skákir fóru fram mánudagskvöldið 17. maí síðastliðinn. 3 þeirra voru frestaðar, en einni var flýtt frá síðustu umferðinni.

Í A-riðli mættust Guðmundur og Sigurbjörn í hörkuskák, þar sem Guðmundur var kominn með yfirburðastöðu, en Sigurbjörn barðist vel. Niðurstaðan varð á endanum jafntefli.

Staðan fyrir síðustu umferð:

Sigurbjörn 3,5
Sverrir Örn 3
Árni 2,5
Guðmundur 1,5
Sverrir Þ. 1,5
Halldór 0

Þessir mætast í síðustu umferðinni:

Sverrir Örn-Árni
Guðmundur-Halldór
Sigurbjörn-Sverrir Þ.

2 skákir fóru fram í B-riðlinum. Ragnar átti erfitt kvöld með hvítu mennina gegn Stefáni Frey og gaf í vonlítilli stöðu. Auðbergur tefldi spennandi skák gegn Gísla, þar sem Gísli tefldi mjög vel og var kominn með nánast unna stöðu, þegar hann lék af sér manni og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Auðberg.

Staðan:

Stefán Freyr 3,5
Þorvarður 3,5
Ingi 2
Auðbergur 1,5
Gísli 1
Ragnar 0,5

Síðasta umferðin:

Auðbergur-Þorvarður
Ragnar-Ingi
Stefán Freyr-Gísli

Einar og Páll áttust við í skák sem var flýtt út síðustu umferðinni. Einar var kominn með betri stöðu, þegar Páll fann fína fléttu sem tryggði honum bæði mann og stöðuna. Glæsilega gert hjá Páli, sem þarf að bíða eftir úrslitum úr síðustu umferðinni til að vita hvort hann fær möguleika á að tefla í A-flokknum.

Staðan í C-riðli

Heimir 4
Daníel 3,5
Páll 3,5
Einar 1,5
Snorri 0,5
Gísli Pétur 0

Síðasta umferð:

Daníel-Heimir
Snorri-Gísli Pétur

Sigurður og Jóhann Helgi mætast 18. maí í D-riðilinum.

Staðan í D-riðli:

Jóhann 3+fr.
Sigurður 2,5+fr.
Jón 2,5
Stefán 2
Sveinn 1
Davíð 0

Síðasta umferðin:

Jón-Davíð
Jóhann-Sveinn
Stefán-Sigurður

Síðasta umferðin verður tefld fimmtudaginn 27. maí