Íþróttamaður Hauka

Ásgeir Örn Hallgrímssonar var í dag valinn Íþróttamaður Hauka 2003. Ásgeir Örn er einn af okkar ungu afreksmönnum, hann er íþrótt sinni til sóma og er verðug fyrirmynd og fulltrúi félagsins.

Kjör á Íþróttamanni Hauka 2003

Á morgun, gamlársdag fer að venju fram kjör á íþróttamanni Hauka. Dagskráin hefst kl. 12:30 og hvetjum við alla Hauka til að mæta á Ásvelli, hitta félagana og þiggja veitingar í boði félagsins.

Flugeldasala Hauka

Við viljum minna allt Haukafólk á flugeldasölu Hauka og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar sem er á Ásvöllum í vallarhúsinu við knattspyrnuvöllinn. Opið er alla daga frá 10:00 til 22:00, nema á gamlársdag, þá er opið til 16:00. Sýnum samstöðu og verslum flugeldana hjá félaginu okkar !

Íþróttamaður Hafnarfjarðar

Í kvöld var Íþróttahátíð Hafnarfjarðar haldin í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Þar var hafnfirsku íþróttafólki veittar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu og ástundun og einnig voru heiðraðir þeir sem unnu meistaratitla á árinu 2003. Hápunktur kvöldsins var val á Íþróttamanni Hafnarfjarðar 2003 og kom það fáum á óvart að titilinn hlaut handboltakappinn okkar frábæri, Ásgeir Örn Hallgrímsson. […]

Jólakveðja

Sendum Haukum nær og fjær sem og öðrum landsmönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld og frið á komandi ári. Þökkum stuðning og samstarf á árinu sem er að líða.

Haukar-Créteil

Þær voru erfiðar mínúturnar þegar leiknum lauk á Ásvöllum í gærkvöldi. Þrátt fyrir 25-24 sigur á Créteil var þungt í mönnum því eins marks sigur þýddi að Evrópuævintýrið var úti. Strákarnir okkar hikstuðu í byrjun leiks og gestirnir náðu tveggja marka forskoti 1-3. Þá hrökk vélin í gang hjá okkar mönnum og þeir skoruðu sex […]

Haukar-Créteil

Hó hó hó. Það verður sungið og trallað, klappað og stappað og þeir rauðu verða á hlaupum út um víðan völl. Svo enginn misskilji neitt þá erum við að tala um leikinn hjá stráknum okkur. Á sunnudagskvöldið kl. 20:00 spila þeir seinni leikinn við franska liðið Créteil í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Fyrri leikurinn var […]

Landsliðið valið

Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson Kronau-Östringen Reynir Reynisson Víkingur Björgvin Gústafsson HK Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Hornamenn og línumenn: Guðjón Valur Sigurðsson TUSEM Essen Logi Geirsson FH Gylfi Gylfason Wilhelmshavener HV Einar Örn Jónsson SG Wallau Massenheim Sigfús Sigurðsson SC Magdeburg Róbert Sighvatsson HSG Wetzlar Róbert Gunnarsson Aarhus GF Vignir Svavarsson Haukar Bjarni Fritzson ÍR Fannar Þorbjörnsson […]

Til lukku Íslendingar

Nú rétt í þessu voru samþykkt lög á Alþingi um veitingu ríkisborgararéttar. Við óskum Aliaksandr Shamkuts og Söndru Anulyte til hamingju með íslenskan ríkisborgararétt. Við óskum einnig Íslendingum til hamingju með að fá svona frábæra þegna í hópinn.

Créteil-Haukar Evrópukeppnin

Vorum að fá fyrstu tölur frá Frakklandi. Staðan eftir 0 mínútur er 0-0. Greinilegt á þessu fyrstu tölum að létt er yfir mönnum og bíðum við spennt eftir næstu tölum. Staðan eftir 5 mín. er Créteil 2 – Haukar 3. Fín byrjun. Eftir 10 mín. er staðan Créteil 4 – Haukar 5. Staðan Créteil 5 […]