Créteil-Haukar Evrópukeppnin

Vorum að fá fyrstu tölur frá Frakklandi. Staðan eftir 0 mínútur er 0-0. Greinilegt á þessu fyrstu tölum að létt er yfir mönnum og bíðum við spennt eftir næstu tölum.

Staðan eftir 5 mín. er Créteil 2 – Haukar 3. Fín byrjun.
Eftir 10 mín. er staðan Créteil 4 – Haukar 5.
Staðan Créteil 5 – Haukar 7 og 15 mín. búnar.
Créteil 8 – Haukar 10 og 20 mín búnar
25 mín búnar og staðan 11-10 (þarna kom greinilega slæmi kaflinn)
Það er kominn hálfleikur og staðan Créteil 13 – Haukar 12.
Steinni hálfleikur er hafinn og staðan eftir 40 mín. leik er 20-17.
Créteil 22 – Haukar 20 eftir 45 mín. leik.
Þá eru 10 mín eftir af leiknum og staðan er 25-23.
Nú eru 5 mín eftir og ennþá 2ja marka munur 28-26
Jæja þá er leiknum lokið með 2ja marka sigri Créteil 30-28.

Tveggja marka tap á útivelli er bara „nokkuð gott“ ef hægt er að segja að tap sé gott. Strákarnir okkar ættu að ná að vinna upp þessi mörk á heimavelli, þegar þeir taka á móti Créteil á Ásvöllum næsta sunnudag. En til þess að það takist verða allir að mæta og styðja strákana og íslenskan handbolta. Sterkur heimavöllur með miklum stuðningi úr pöllunum gefur strákunum okkar nokkur mörk.