Allt að gerast!

Nú eru leikmannalistarnir loksins komnir inn bæði hjá stelpunum og strákunum. Það eru nýjar myndir af strákunum og vonandi koma bráðum nýjar af stelpunum. Svo er komið í ljós að aðeins 2 af þeim 71 sem tóku þátt í síðustu könnun höfðu rétt fyrir sér. Þ.e. „innskráning“ er annað s.s. til þess að taka þátt […]

Breytingar á mótinu um helgina

Breytingar hafa átt sér stað á niðurröðun leikja í mótinu hjá 5.fl. kvenna sem fer fram um helgina. Þetta er vegna fjölgunar liða í mótinu. Það hefur verið uppfært á síðu mótsins.

Mót hjá 5.fl.kvenna á Ásvöllum

Um helgina verður haldið mót hjá 5.fl. kvenna á Ásvöllum. Nánari upplýsingar og úrslit á mótinu er að finna á yngri flokka síðunni undir mót eða bara með því að smella hér.

C.BM. Ademar Leon

Smá upplýsingar um liðið sem við mætum í 16-liða úrslitum í Evrópukeppninni. Liðið heitir C.BM. Ademar Leon og kemur frá handboltabænum Leon á Spáni. Í síðustu umferð slógu þeir út BSV Wacker Thun frá Sviss. Þeir unnu fyrri leikinn 35-21 og seinni leikinn 27-26. Liðið er í 3ja sæti í spænsku deildinni, með jafnmörg stig […]

Forvarnir gegn einelti í íþrótta ..

Minnum á fræðslukvöldið um forvarnir gegn einelti í íþrótta-og tómstundastarfi í kvöld kl. 18:00 í Íþróttahúsinu Strandgötu. Það er gríðarlega mikilvægt að íþróttahreyfingin láti sig þetta málefni varða og fjölmenni á þessa samkomu. Þjálfarar, stjórnarmenn íþróttafélaga og deilda svo og starfsmenn íþróttamannvirkja eru velkomin. Dagskráin er hér {Tengill_7}

Stjarnan – Haukar mfl.kv.

Leik stúlknaliðsins okkar við Stjörnustúlkur í Ásgarði sem átti að vera á laugardaginn hefur verið færður yfir á sunnudaginn 24. nóv. kl. 14:00. Þetta er gert að beiðni {Tengill_6} sem ætla að sína leikinn í beinni. Haukafólk ætlar nú samt að mæta á leikinn og hvetja stelpurnar áfram því þetta verður vafalaust hörkuleikur.

4. umferð Evrópukeppninnar

Það verður dregið í 4 umferð á morgun. Það ætti að verða ljóst um kl. 11:30 hverjum við mætum. Til gamans þá vorum við að slá út lið sem var „rankað“ númer 13 í Evrópukeppni Bikarhafa. (Við vorum númer 34 af 36 liðum!) Þau lið sem við gætum fengið í næstu umferð eru í „ranking […]

Haukar-Valur Essódeild kvenna

Stelpurnar unnu öruggan sigur á Val á Ásvöllum í dag 29-24. Sigurinn var í raun aldrei í hættu, Valur náði einu sinni að jafna og það var í stöðunni 1-1. Haukar komust í 4-1, 7-4, 13-7 og staðan í hálfleik var 13-9. Stelpurnar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega en hikstuðu svo aðeins og náðu gestirnir að […]