Íris og Margrét Rósa valdar í A-landsliðshóp

Þær Íris Sverrisdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir voru s.l. fimmtudag valdar í æfingahóp fyrir A-landslið kvenna sem taka mun þátt í Norðurlandamótinu á næstkomandi vori. Þær hafa spilað mjög vel fyrir Hauka á þessu keppnistímabili og verið burðarrásar í liði Hauka sem unnið hefur sig upp í fjórða sæti Iceland Express deildarinnar eftir erfiða byrjun.   […]

Haukar B – Breiðablik í kvöld: Í beinni á Haukar TV

Haukar B spila gegn Breiðablik í kvöld í 32- liða úrslitum Poweradebikarsins. Leikið verður í Schenkerhöllinni kl. 20:00 og frítt inn. Haukar B hafa ekki farið jafn vel af stað í deildinni eins og vonir bundu við en liðið sýndi mikinn karakter þegar að það vann tvöfalda meistara Stjörnunnar B í síðast leik. Breiðablik leikur […]

Nauðsynlegur sigur á Valsmönnum

Haukar unnu sinn annan leik í IE-deild karla í gær þegar að þeir lögðu lið Vals á Hlíðarenda, 73-76. Haukar náðu strax yfirhöndinni í leiknum og leiddu allan leikinn. Munurinn á liðunum varð þó aldrei meiri en 10 stig og vantaði að Haukaliðið hristi Valsmenn af sér og bætti í muninn. Sigur Hauka hefði getað […]

Valur – Haukar í kvöld í Vodafonehöllinni

Haukar mæta Valsmönnum í kvöld kl. 19:15 en þessi leikur er liðinu afar mikilvægur í ljósi þess að Haukar sitja í 11. sæti deildarinnar en Valur í því 12. Nú er góður möguleiki fyrir strákana að snúa við taflinu og komast á sigurbraut. Hayward Fain, nýr leikmaður liðsins, mun spila með Haukum í kvöld en […]

Hayward Fain kemur í stað Shulers

 Jovanni Shuler sem leikið hefur með Haukum í IE-deild karla það sem af er tímabili óskaði eftir lausn undan samningi og hafa Haukar fundið eftirmann hans. Sá heitir Hayward Fain og lék með Tindastóli á síðustu leiktíð. Pétur Rúðrik Guðmundsson, þjálfari Hauka, sagði í samtali við Haukasíðuna að Fain væri góður liðsmaður sem legði sig […]

Öruggur sigur Haukastelpna á Fjölni

Hauka stelpur gerðu góða ferð í Grafarvoginn til Fjölnis í kvöld. Með sigrinum í kvöld unnu þær sinn fimmta sigur í röð og eru komnar í þriðja sæti deildarinnar. Lokatölur urðu 87 – 77 en sigur Hauka var öruggari en lokatölur gefa til kynna. Fjölnisstelpur byrjuðu leikinn betur og náðu forystu um miðjan 1 leikhluta […]

Góður liðsandi og stór sektarsjóður

Haukastelpur mæta liði Fjölnis í kvöld í Grafarvogi í IE-deild kvenna en Haukar hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og til að mynda unnið fjóra leiki í röð. Liðið er nú í fjórða sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir KR og Njarðvík sem að eru í 2.-3. sæti. Við heyrðum í Bjarna Magnússyni þjálfara liðsins […]

Öruggur sigur Grindavíkur á Haukum

Lengjubikarnum er lokið þetta árið fyrir Hauka en þeir spiluðu síðasta leikinn sinn í þeirri keppni í gærkvöldi þegar að þeir mættu Grindavík suður með sjó. Fyrir leikinn var Grindavík komið áfram og því að engu að keppa öðru en að vera fyrsta liðið á þessari leiktíð til að leggja þá gulklæddu af velli en […]

Svekkjandi tap gegn Tindastóli

Tindastóll hafði betur í slagnum um 10. sætið í IE-deildinni í gær þegar liðin mættust í Schenkerhöllinni. Um baráttu leik var að ræða þar sem að varnir beggja liða voru þéttar á löngum köflum og oftar en ekki þurftu liðin að sætta sig við ekkert merkileg skot á loka sekúndum skotklukkunnar. Liðin skiptust á að […]