Þær Íris Sverrisdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir voru s.l. fimmtudag valdar í æfingahóp fyrir A-landslið kvenna sem taka mun þátt í Norðurlandamótinu á næstkomandi vori. Þær hafa spilað mjög vel fyrir Hauka á þessu keppnistímabili og verið burðarrásar í liði Hauka sem unnið hefur sig upp í fjórða sæti Iceland Express deildarinnar eftir erfiða byrjun. […]