Villibráðarkvöld hkd. Hauka

Þann 29. október mun handknattleiksdeild Hauka blása til stórglæsilegrar skemmtunar í veislusal Hauka að Ásvöllum. Boðið verður upp á dýrindis villibráðarhlaðborð frá Kjötkompaní ásamt fljótandi veigum Húsið opnar kl. 18:30 og borðhald hefst kl. 19:30. Veislustjóri kvöldsins er Björn Jörundur, Eyþór Ingi kemur og skemmtir kl. 20:30 og Maggi Disco þeytir skífum frameftir Veglegt happdrætti, […]

Gleðifréttir, knatthús rís á Ásvöllum.

Þær ánægjulegu fréttir voru að berast af fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar sem haldinn var í dag, 20. október,  að fyrirliggjandi tilboð í byggingu knatthússins hefði verið samþykkt.  Íslenskir Aðalverktakar hf. áttu lægsta tilboð í byggingu hússins  og var tilboðsfjárhæðin 3.4 milljarðar og  því ljóst að gengið verður til saminga við fyrirtækið.  Haukar hafa lengi óskað eftir […]

Lávarðadeild Hauka

Haukar hafa löngum státað af öflugum sjálfboðaliðum sem hafa lagt fram ómælda vinnu fyrir félagið sitt. Fyrir nokkrum árum bættist í hóp sjálboðaliðanna afar öflugur hópur heldri manna sem við völdum að kalla lávarða. Þótti auðvitað sjálfsagt að deild þessarar höfðingja bæri nafnið Lávarðadeild Hauka. Hlutverk félaga í Lávarðadeildinni er að flytja bíla fyrir Bílaleiguna […]

Elín Klara valin í A-landslið kvenna

Elín Klara Þorkellsdóttir hefur verið valin í 20 manna hóp A-landsliðs kvenna fyrir forkeppni HM 2024 en þar mætir landsliðið Ísrael 5. og 6. nóvember. Báðir leikirnir fara fram hér heima og eins og í undanförnum leikjum hjá stelpunum okkar verður leikið á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hópurinn kemur saman til æfinga 24. október og mun […]

Góður Haukafélagi fallinn frá

Fallinn er frá góður félagi, Guðmundur Friðrik Sigurðsson. Hann var stjórnarmaður í handknattleiksdeild félagsins um áraraðir – formaður 1972 – 78  og 1983 – 85. Hann sinnti m.a. fjárhagsbókhaldi félagsins um áratuga skeið. Golfið var honum hugleikið hin seinni ár og hélt  hann ásamt öðrum um gólfmót Hauka. Hans er nú sárt saknað og sendir […]