Körfuknattleiksdeildin leitar að þjálfurum

Körfuknattleiksdeild Hauka leitar að öflugum, áhugasömum, skipulögðum og metnaðarfullum þjálfurum til starfa hjá félaginu fyrir næsta tímabil. Starf þjálfara felst m.a. í eftirfarandi: – Umsjón með skipulagningu æfinga og leikja hjá viðkomandi flokki eða flokkum – Umsjón með þátttöku í mótum viðkomandi flokks eða flokka – Samskipti við leikmenn/foreldra í gegnum Sideline Sport hugbúnaðinn – […]

Afrekslína Hauka 2020-2021

Búið er að opna fyrir skráningar á Afrekslínu Hauka fyrir veturinn 2020-2021. Í vetur verða gerðar áherslubreytingar á fyrirkomulagi Afrekslínu Hauka. Sparta þjálfunarstöð mun sjá um styrktarþjálfun allra hópa. Í bóklegu tímunum er búið að gera töluverðar breytingar. M.a. verða fleiri gestafyrirlesarar ásamt því að hver íþróttagrein verður með sérhæfða bóklega tíma um þætti sem snúa […]

Knattspyrnudeild Hauka leitar að öflugum knattspyrnuþjálfurum fyrir yngri flokka félagsins

Knattspyrnudeild Hauka leitar að öflugum og áhugasömum þjálfurum til starfa hjá félaginu fyrir næsta tímabil. Þjálfarar heyra undir yfirþjálfara knattspyrnudeildar. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2020. Starfssvið – Umsjón með skipulagningu æfinga og leikja hjá viðkomandi flokki eða flokkum – Umsjón með þátttöku […]

Þráinn Orri til liðs við Hauka

Þráinn Orri Jónsson og Handknattleiksdeild Hauka hafa undirritað samning um að Þráinn spili með Haukum á komandi tímabili. Þráinn sem er stór og sterkur línumaður kemur til liðs við Hauka frá Bjerringbro-Silkeborg í Danmörku þar sem hann lék á síðasta tímabili. Þar á undan lék hann í tvö tímabili með Elverum í Noregi og lék […]

Aron Skúli Brynjarsson til Hauka

Knattspyrnufélagið Haukar hefur náð samningi við Aron Skúla Brynjarsson um að spila fyrir félagið til lok árs 2022. Aron Skúli er fæddur árið 1998 og kemur frá Kórdrengjum þar sem hann spilaði síðasta sumar. Hann á 49 leiki í mfl., þrátt fyrir ungan aldur og hefur skorað 20 mörk. Hann spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki 18 […]

Ungar Haukastelpur spila sína fyrstu landsleiki

Um helgina spiluðu 3 ungar Haukastelpur sína fyrstu landsleiki þegar U-16 ára landslið Íslands í handbolta spilaði 2 æfingarleiki gegn Færeyjum. Þetta eru þær Emilía Katrín Matthíasdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Thelma Melsteð. Engin af þeim komst á blað í fyrri leiknum sem endaði með 24-23 sigri Færeyja en í seinni leiknum sem lauk með […]