Aron Skúli Brynjarsson til Hauka

Knattspyrnufélagið Haukar hefur náð samningi við Aron Skúla Brynjarsson um að spila fyrir félagið til lok árs 2022.

Aron Skúli er fæddur árið 1998 og kemur frá Kórdrengjum þar sem hann spilaði síðasta sumar. Hann á 49 leiki í mfl., þrátt fyrir ungan aldur og hefur skorað 20 mörk. Hann spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki 18 ára gamall en hann getur leyst bæði hægri kannt og sem fremsti maður.
Aron Skúli er uppalinn hjá Breiðablik en spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með KH ásamt því að hafa spilað með ÍR og Kórdrengjum.

Aron Skúli vildi nýta tækifærið og segja okkur smá um sig. Þar vildi hann helst nefna að hann var skírður á Myllustöðum í Flatey, þá 5 ára gamall og það uppúr salatskál.
Á þeim tíma voru prestar ekki oft í Flatey en á þessum merka degi var prestur á svæðinu og vildu amma og afi Arons Skúla drífa í þessu.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar nýjum samningi við Aron Skúla og bindur miklar vonir við hann á komandi tímabili og bjóðum hann velkominn á Ásvelli.

Áfram Haukar

Aron Skúli