Afrekslína Hauka 2020-2021

Búið er að opna fyrir skráningar á Afrekslínu Hauka fyrir veturinn 2020-2021. Í vetur verða gerðar áherslubreytingar á fyrirkomulagi Afrekslínu Hauka. Sparta þjálfunarstöð mun sjá um styrktarþjálfun allra hópa. Í bóklegu tímunum er búið að gera töluverðar breytingar. M.a. verða fleiri gestafyrirlesarar ásamt því að hver íþróttagrein verður með sérhæfða bóklega tíma um þætti sem snúa að sinni grein.

ATH: Vandræði voru með rafrænar skráningar en nú er búið að laga það.

Afrekslína Hauka samanstendur annars vegar af Afreksskóla Hauka, fyrir 8. – 10. bekkinga, og hins vegar Afrekssviði Hauka og Flensborgarskóla, sem er ætlað framhaldsskólanemum í Flensborg en er einnig opið nemendum úr öðrum framhaldsskólum sem og öðrum metnaðarfullum íþróttamönnum sem vilja markvissa fræðslu og kennslu á sviði styrktarþjálfunar og handbolta/fótbolta/körfubolta.

Aðalþjálfarar Afrekslínu Hauka eru:
Israel Martin, körfubolti Afreksskóli og Afrekssvið.
Emil Barja, körfubolti Afreksskóli og Afrekssvið.
Aron Kristjánsson, handbolti Afreksskóli og Afrekssvið
Björgvin Páll Gústafsson, handbolti Afreksskóli og Afrekssvið
Igor Kostic, fótbolti Afreksskóli og Afrekssvið
Helga Helgadóttir, fótbolti Afreksskóli og Afrekssvið
Styrktarþjálfun í höndum þjálfara Spörtu þjálfunarstöðvar

Afreksskóli
Kennsla fer fram á eftirfarandi tímum:
Mánudagar kl. 15:50-17:10 – Bóklegur tími fyrir iðkendur fædda 2005 og 2006.
Föstudagar kl. 14:55-16:10 – Tækniþjálfun hjá iðkendum fædd 2005, 2006 og 2007.
Styrktarþjálfun – Miðvikudagar kl. 17:00 – 18:00 fyrir iðkendur fædda 2005 og 2006.

Afrekssvið
Handbolti tækniþjálfun – Miðvikudagur 15:00-16:00.
Handbolti styrktarþjálfun – Miðvikudaga 16:00-17:00.

Fótbolti styrktarþjálfun – Miðvikudag 15:00-16:00.
Fótbolti tækniþjálfun – Miðvikudaga 16:00-17:00.

Körfubolti Tækniþjálfun – Miðvikudaga 15:00-16:00.
Körfubolti Styrktarþjálfun – Miðvikudaga 16:00-17:00.

Starfið fer í gang fyrstu vikuna í september.

Kostnaður
Önnin í Afreksskóla Hauka kostar 12.500 fyrir 8. bekk og önnin kostar 22.500 kr. fyrir 9. og 10. bekk. Nám á Afrekssviði kostar 24.900 kr. önnin.

Umsóknarfrestur
Búið er að opna fyrir skráningar í Afreksskólann og skrá þarf í gegnum Mínar síður á vef Hafnarfjarðarbæjar. Skráning stendur til 1. september. Nánari upplýsingar veitir Herbert Ingi Sigfússon á netfanginu herbert@haukar.is.