Þráinn Orri til liðs við Hauka

Þráinn Orri Jónsson og Handknattleiksdeild Hauka hafa undirritað samning um að Þráinn spili með Haukum á komandi tímabili. Þráinn sem er stór og sterkur línumaður kemur til liðs við Hauka frá Bjerringbro-Silkeborg í Danmörku þar sem hann lék á síðasta tímabili. Þar á undan lék hann í tvö tímabili með Elverum í Noregi og lék til að mynda í Meistaradeild Evrópu með þeim. Þráinn er uppalinn í Gróttu en hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands.

Haukar bjóða Þráinn velkominn á Ásvelli og hlakka til að sjá hann á parketinu á komandi tímabili.