Þrír leikmenn endurnýja samning við knattspyrnudeild Hauka

Knattspyrnudeild Hauka skrifaði í kvöld undir samninga við þær Heiðu Rakel Guðmundsdóttur, Rún Friðriksdóttur og Töru Björk Gunnarsdóttur. Heiða Rakel hefur leikið 52 leiki með meistaraflokki kvenna og skorað 14 mörk þrátt fyrir að vera aðeins tvítug að aldri. Rún á að baki 61 leik með meistaraflokki kvenna en hún er 25 ára. Tara Björk […]

Gunnlaugur Fannar gengur til liðs við Víking

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hefur gert samning við Knattspyrnudeild Vikings en Gunnlaugur hefur spilað með meistaraflokki Hauka frá árinu 2011 og spilað 100 leiki fyrir félagið. Gunnlaugur spilar í stöðu miðvarðar og hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Hauka undanfarin ár og hefur nú ákveðið að reyna fyrir sér í Pepsí deildinni. Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráð […]

Skötuveisla á Þorláksmessu

Að venju verður boðið til skötuveislu hér á Ásvöllum á Þorláksmessu. Veislan hefst kl. 12 og er boðið uppá kæsta skötu og saltfisk. Áhugasömum er bent á  að hægt er panta borð í síma 525 8700 eða á netinu  bhg@haukar.is

Baráttan um Hafnarfjörðinn á fimmtudaginn

Þá er komið að síðasta leik meistaraflokks karla í handbolta fyir jól og er sá leikur ekki að verri endanum því boðið verður upp á Hafnarfjarðarslag því að Haukamenn skellas ér yfir lækinn og heimsækja nágranna okkar í FH. Leikurinn verður spilaður í Kaplakrika á fimmtudag kl. 19:30. Á þessum tímapunkti á tímabilinu er þessi […]

Sædís endurnýjar samning við Hauka

Sædís Kjærbech Finnbogadóttir endurnýjaði í dag samning sinn við knattspyrnudeild Hauka en hún er uppalin hjá félaginu. Sædís hefur spilað með meistaraflokki frá árinu 2006 og á að baki yfir 120 leiki. Sædís kveðst vera spennt að spila í Pepsí deildinni á næsta ári; ,,Ég hlakka mikið til að spila aftur í Pepsí deildinni og […]

Kirkjuhlaup skokkhóps Hauka

VIÐ SKOKKUM Í FRIÐI OG SPEKT – ALLIR VELKOMNIR Kirkjuhlaup í Hafnarfirði ANNAN í jólum. Skokkhópur Hauka býður öllum í Kirkjuhlaup. Við hittumst tímanlega við Ástjarnarkirkju kl. 10:00. og byrjum með léttri Hlaupamessu. Við leggjum svo af stað í hlaupið kl. 10:30. Í fyrra skokkuðu ríflega 200 ferskir hlauparar með okkur alls staðar að. Hlauparar […]

Þökkuð vel unnin störf

Í tilefni  85 ára afmælis félagsin  bauð  Aðalstjórn í gær  til móttöku á Samkomusalnum um 70 dyggum félagsmönnum sem unnið hafa ómetanlegt starf í þágu þess á liðnum árum. Veittar voru viðurkenningar  og listamenn stigu á svið. Var samkoman hin ánægjulegasta  og  lauk með  afmæliskaffi. Myndir tala sínu máli.    

Fjórar Haukastúlkur í æfingahóp U-17

Fjórar Haukastúlkur eru í æfingahóp U-17 í knattspyrnu sem æfir nú um helgina, þær Alexandra Jóhannsdóttir, Katrín Hanna Hauksdóttir, Sæunn Björnsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir. Þær spiluðu m.a. æfingaleik við meistaraflokk Stjörnunnar sem lauk með naumum sigri Stjörnunnar 2-1, en leikið var í Kórnum. Haukastúlkurnar stóðu sig mjög vel og voru glaðar í lok leiksins […]