Þrír leikmenn endurnýja samning við knattspyrnudeild Hauka

Knattspyrnudeild Hauka skrifaði í kvöld undir samninga við þær Heiðu Rakel Guðmundsdóttur, Rún Friðriksdóttur og Töru Björk Gunnarsdóttur.

Heiða Rakel hefur leikið 52 leiki með meistaraflokki kvenna og skorað 14 mörk þrátt fyrir að vera aðeins tvítug að aldri.

Rún á að baki 61 leik með meistaraflokki kvenna en hún er 25 ára.

Tara Björk á að baki 77 leiki með meistaraflokki kvenna en hún er 21 árs.

Að sögn Halldórs Jóns Garðarssonar, formanns meistaraflokksráðs kvenna hjá Haukum, eru þær Heiða, Rún og Tara mikilvægir hlekkir í öflugu Hauka-liði sem mun spila í Pepsí deildinni á næsta tímabili.

Þess má geta að á dögunum var einnig undirritaður samningur við Sædisi Kjærbech Finnbogadóttur.

Tara, Rún og Heiða eftir undirskrift í kvöld.

Tara, Rún og Heiða eftir undirskrift í kvöld.