Besta íþróttafólk ársins 2016

Í hádeginu á Gamlársdag verður lýst kjöri besta íþróttafólks og þjálfara ársins hjá Haukum. Einnig fer fram kynning á landsliðsfólki félagsins. Athöfnin hefst kl.  12  í íþróttasalnum. Allir eru velkomnir. Léttar veitingar.

Áramótabrennan

Kveikt verður í áramótabrennunni kl. 20:30 á Gamlársdag. Brennustæðið er hraunsléttu  rétt sunnan við Íþróttamiðstöðina á Ásvöllum. Næg bílastæði eru á svæðinu en fólki er bent á að fara varlega í óupplýstu hrauninu. Gleðilegt ár og góða skemmtun !

Tilnefningar á Viðurkenningahátíð Hauka

Eftirtalin hafa verið tilnefnd til viðurkenninga á hátíðinni á Gamlársdag Besti þjálfari ársins: Eva Ósk Gunnarsdóttir karatedeild Gunnar Magnússon handknattleiksdeild Ívar Ásgrímsson körfuknattleiksdeild Kjartan Stefánsson knattspyrnudeild   Íþróttakona ársins Helena Sverrisdóttir körfuknattleiksdeild Guðrún Ásta Arnardóttir almenningsdeild Hjördís Helga Ægisdóttir karatedeild Sara Rakel Hinriksdóttir knattspyrnudeild Maria Innes de Silva Perrera handknattleiksdeild   Íþróttamaður ársins Gunnar Ingi […]

Þeir fiska sem róa

Meðan getraunaleikur Hauka  var í jólafríi hélt einn þátttakandi  á miðin og landaði 13 réttum. Trúnaður ríkir um einstaka þátttakendur en um umtalsverða vinningsupphæð er að ræða. Leikurinn hefst svo á laugardaginn kl. 10 –  Gamlársdag.

Jólafrí hjá Haukagetraunum

Haukagetraunir taka sér frí um jólin. Ekki verður spilað  á morgun, aðfangadag, en leikurinn hefst aftur á Gamlársdag  kl. 10 í Stefánssal. Óskum  þátttakendum og stuðningsmönnum gleðilegra jóla !

Kári og Helena körfuknattleiksfólk ársins 2016 hjá Haukum

Kári Jónsson og Helena Sverrisdóttir voru valin körfuknattleiksfólk Hauka fyrir árið 2016 og óskar heimasíðan þeim innilega til hamingju með titilinn. þau eru jafnframt tilnefnd af Haukum sem íþróttafólk Hauka og Hafnarfjarðar. Ívar Ásgrímsson þjálfari mfl. liðs karla var einnig valinn þjálfari ársins hjá deildinni. Kári Jónsson hefur átt frábært ár og var stórkostlegur hjá […]