Pétur Ingvars hættir sem aðstoðarþjálfari mfl. kkd. og tekur við Hamri

peturPétur Ingvarsson sem hefur verið aðstoðarþjálfari mfl. karla í Dominos deildinni í vetur hefur verið ráðinn aðalþjálfari 1. deildar liðs Hamars frá Hverigerði.

Hamar situr í fimmta sæti í 1. deildinni hefur ekki þótt spila skv. væntingum í vetur og vilja forráðamenn fá Pétur til að koma liðinu á rétta braut, en Pétur þekkir vel til í Hveragerði en hann þjálfaði liðið í um 4 ár, frá 2007 – 2011. Pétur hefur verið afar mikilvægur hjá kkd. Hauka og hefur átt stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað innan deildarinn. Hann mun nú láta af störfum fyrir mfl. félagsins.

Pétur mun samt halda áfram þjálfun yngri flokka deildarinnar, en hann hefur verið afar sigursæll þjálfari hjá yngri liðum deildarinnar.

Stjórn kkd. og leikmenn mfl. karla óska Pétri velfarnaðar í nýju starfi og vita jafnframt að Hamarsmenn eru að fá afar færan þjálfara í sínar raðir.