Haukar eiga 113 landsliðsmenn

Ræða Formanns Hauka á viðurkenningahátíð Hauka Kæru Haukamenn gleðilega hátíð! Áður en viðurkenningahátíð Hauka hefst vil ég minnast mikils Haukamanns Lofts Eyjólfssonar sem lést í gærmorgun. Loftur var á sínum yngri árum öflugur knattspyrnumaður og mikill markaskorari fyrir Hauka. Hann verður stjórnarmaður í knattspyrnudeild 1980 og síðan formaður 1985 – 87. Hann sat í aðalstjórn […]

Látinn er Loftur Eyjólfsson

Okkar ágæti félagi og Haukamaður Loftur Eyjólfsson lést í morgun á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, 63 ára að aldri. Loftur hefur um árabil átt við langvarandi sjúkdóm að stríða. Ekki verður ferill hans í félaginu rakinn hér en fáir eiga jafn langan og farsælan feril sem Loftur á á íþróttasviðinu og við hin ýmsu stjórnunarstörf. Félagið sendir […]

Viðurkenningarhátíð Hauka á Gamlársdag

Á gamlársdag heiðra Haukar sitt besta íþróttafólk í athöfn sem fram fer í hátíðarsalnum á Ásvöllum og hefst kl. 12:30. Þar verður lýst kjöri á Íþróttakonu, íþróttakarli og besta þjálfara ársins. Auk þess verða kynnt þau ungmenni sem tekið hafa þátt í verkefnum hinna ýmsu landsliða Íslands. Sitthvað fleira verður á dagskránni. Í lok býður […]

Árgangamót Hauka 2014

Nú er komið að því!!! Ágangamótið hefst stundvíslega kl. 18:00 í kvöld.  Fótboltinn byrjar kl. 18:15 þannig að menn þurfa að mæta snemma.  Liðstjórar eiga að mæta 17:45. Allir velkomnir á skemmtileg kvöld, með léttum veitingum.  Þátttökugjald er kr. 2.000 kr. en þeir sem eru 30 ára og yngri fá sérstakan 50%  ungmennaafslátt og greiða kr.1.000.  […]

Elías Már aftur kominn í Hauka

Handknattleiksdeild Hauka og Elías Már Halldórsson hafa komist að samkomulagi um að Elías Már gangi aftur til liðs við Hauka. Nýr samningur er til eins og hálfs árs eða til vors 2016. Það er fagnaðarefni að fá Elías Má aftur í raðir Hauka og mun hann án efa styrkja liðið í þeirri baráttu sem framundan […]

Keflavík – Haukar í Dominos deildinni í kvöld

Haukastrákarnir munu spila síðasta leik sinn fyrir jólafrí í kvöld er þeir fara til Reykjanesbæjar og etja kappi við Keflvíkinga kl. 19:15. Haukarnir geta með sigri tryggt sér þriðja sætið í deildinni og eru allir ákveðnir í því að halda áfram sigurgöngunni en þrír síðustu leikir liðsins hafa unnist.  Strákarnir sýndu sparihliðarnar í síðasta leik […]

Haukar – Afturelding í Olísdeild karla á morgun

Á morgun spila strákarnir í handboltanum sinn síðasta leik fyrir jól og síðasta leik fyrir leikjahlé á mótinu vegna HM í Quatar. Mótherjar okkar eru lið Aftureldingar og hefst leikurinn kl. 19:30.Eftir 15 umferðir er uppskeran 12 stig og jafnt strákarnir sem og áhangendur hefðu gjarnan viljað sjá fleiri stig. Liðið hefur ekki náð þeim […]