Viðurkenningarhátíð Hauka á Gamlársdag

Haukar logo fréttirÁ gamlársdag heiðra Haukar sitt besta íþróttafólk í athöfn sem fram fer í hátíðarsalnum á Ásvöllum og hefst kl. 12:30. Þar verður lýst kjöri á Íþróttakonu, íþróttakarli og besta þjálfara ársins.

Auk þess verða kynnt þau ungmenni sem tekið hafa þátt í verkefnum hinna ýmsu landsliða Íslands.

Sitthvað fleira verður á dagskránni. Í lok býður aðalstjórn félagsins til léttra veitinga. Allir Haukafélagar og velunnarar eru velkomnir.

 

Eftirtalin hafa verið tilnefnd.

Íþróttakona Hauka:

Auður Íris Ólafsdóttir – körfubolta
Eva Ósk Gunnarsdóttir – karate
Karen Helga Díönudóttir – handbolta
Laufey Sigurgeirsdóttir – almenningsdeild
Sædís Kjærbech Finnbogadóttir – knattspyrnu

Íþróttakarl Hauka:

Ásgeir Þór Ingólfsson – knattspyrna
Björn Ari Örvarsson – karate
Haukur Óskarsson – körfubolti
Hreiðar Ingi Júlíusson – almenningsdeild
Sigurbergur Sveinsson – handbolti

 

Besti þjálfari ársins

Andrés Andrésson – fótbolta
Gunnlaugur Sigurðsson – karate
Helga Helgadóttir – fótbolta
Ingvar Guðjónsson – körfubolta
Patrekur Jóhannesson – handbolta