Haukar eiga 5 fulltrúa í U-15 ára landsliðsúrtaki kvenna

Fyrir helgi var valið U-15 ára landsliðsúrtak HSÍ og eiga Haukar 5 fulltrúa í hópnum en það eru þær: Alexandra Jóhannsdóttir, Alexandra Líf Arnardóttir, Berta Rut Harðardóttir, Katrín Hanna Hauksdóttir og Wiktoria Elzbieta Piekarska. Þessar stelpur eru hluti af sigursælu liði Hauka í 2000 árgangi kvenna en liðið er ríkjandi Íslandsmeistari í sínum aldurshópi. Við […]

Stórleikur í Dominsodeild. Haukar – Tindastóll

Stórleikur verður í Schenkerhöllinni í kvöld kl. 19:15 er liðin í öðru og þriðja sæti mætast í 10. umferð Dominosdeildar. Tindastóls menn koma í heimsókn en nýliðarnir hafa verið að spila mjög vel það sem af er tímabilinu og sitja í öðru sæti deildarinnar með átta sigurleiki og eitt tap. Haukarnir eru í þriðja sæti […]

Fjarðarkaup býður þér á Haukar – Tindastóll

Suðkrækingar koma í heimsókn í Schenker-höllina í kvöld þegar Haukar og spútniklið Tindastóls takast á í Domino’s deild karla. Um sannkallaðan toppslag er að ræða en liðin sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stólarnir hafa farið vel af stað í deildinni í vetur og aðeins tapað einum leik í deildinni en liðið kom upp í […]

Kirkjuhlaup Skokkhóps Hauka

VIÐ SKOKKUM Í FRIÐI OG SPEKT – ALLIR VELKOMNIR Kirkjuhlaup í Hafnarfirði ANNAN í jólum. Skokkhópur Hauka býður öllum í Kirkjuhlaup. Við hittumst tímanlega við Ástjarnarkirkju en leggjum af stað í hlaupið kl. 10:30. Í fyrra skokkuðu um 80 ferskir hlauparar með okkur alls staðar að. Þetta er ekkert keppnis, heldur bara til að njóta. […]

Haukar – Breiðablik í kvöld kl. 19:15

Haukastúlkur fá Breiðablik í heimsókn í kvöld í Dominos deild kvenna kl. 19:15. Búast má við skemmtilegum og jöfnum leik ef horft er til síðasta leiks þessar liða en þá höfðu Haukastúlkur sigur eftir að hafa verið undir alveg fram að fjórða leikhluta. Í fjórða leikhluta sýndu stelpurnar loks hvað þær geta og völtuðu yfir […]

Liðsstyrkur til kvennafótboltans

Haukar fá liðsstyrk fyrir komandi tímabil í 1. deild kvenna. Knattspyrnudeild Hauka hefur gert samning við tvo leikmenn sem koma frá ÍR og munu styrkja 1. deildar lið Hauka töluvert í baráttunni sem er framundan. Þórdís Sara Þórðardóttir og Hafdís Erla Valdimarsdóttir hafa samið við Hauka fyrir komandi átök. Þórdís Sara er framherji en hún […]

Þrír Haukastrákar í U21 árs liði HSÍ

Handknattleikssamband Íslands hefur valið 18 manna æfingahóp U21 árs liðsins fyrir forkeppni liðsins fyrir HM sem haldið verður hér á landi 9-11 janúar. Haukar eiga þrjá drengi í þessum hóp þá Adam Hauk Baumruk, Janus Daða Smárason og Grétar Ara Guðjónsson. Allir þessir þrír leikmenn hafa verið að spila stórt hlutverk í meistaraflokknum í vetur […]

Hamar – Haukar í Hveragerði kl 19:15

Haukastelpur fara í heimsókn til Hveragerðis og eiga leik við Hamar 19:15 í kvöld. Með sigri halda þær 3. sæti deildarinna. Valur og Grindavík eru við hælana á Haukum í 4. og 5. sæti þannig að sigur er mikilvægur í toppbaráttunni. Haukastelpurnar eru búnar að tapa tveim leikjum í röð og því er mikilvægt að […]

5 Haukastrákar valdnir í yngri landslið KSÍ

Meistaraflokkur Hauka í knattspyrnu er að ganga í gegnum kynslóða skipti á nýju ári og er ætlunin að byggja upp liðið á yngri og uppöldum drengjum að mestu leyti. Það eru því spennandi tímar framundan hjá knattspyrnudeildinni með Luka og Þórhall í brúnni. Það eru því mikil gleðitíðindi að 5 ungir drengir úr röðum okkar […]