Sigur upp á Skaga, Elvar rífur fram skóna

Haukar gerðu góða ferð upp á Skaga í kvöld og unnu heimamenn í ÍA 54-88 en sigur Hauka var aldrei í hættu. Haukar færðu sig nær Hetti sem situr í þriðja sæti með 10 stig en Haukar eru sem fyrr í því fjórða með 8 stig. Liðin skiptust á körfum í upphafi og breyttu Haukar stöðunni […]

Fyrsti æfingaleikur vetrarins á laugardaginn

Næstkomandi laugardag, 24.nóvember mun meistaraflokkur karla í knattspyrnu leika sinn fyrsta æfingaleik á undirbúningstímabilinu. Leikurinn fer fram í Kórnum og leikið verður við Pepsi-deildarlið Stjörnunnar. Hefst leikurinn klukkan 12:00. Liðið er mikið breytt frá síðasta tímabili, nokkrir menn hafa horfið á braut og enn fleiri hafa gengið til liðs við Hauka. Næstkomandi laugardaga munu strákarnir […]

Frestaði leikurinn fer fram í kvöld

  Frestuðum leik ÍA og Hauka í 1. deild karla í körfuknattleik fer fram í kvöld upp á Skaga en þessum leik var frestað vegna veðurs þann 2. nóvember síðastliðin. Haukar eru í 4. sæti deildarinnar með 6 stig eftir fimm leiki og geta minnkað bilið milli sína Hattar sem situr í 3. sæti með […]

Óheppnar í Hólminum

Haukar sóttu Snæfell heim í kvöld í 10. umferð Dominosdeildarkvenna en þurftu að lúta í lægra haldi gegn þeim 81-72. Eftir að hafa misst Snæfell langt frá sér í fyrri hálfleik þá komu Haukastúlkur sterkar tilbaka og minnkuðu muninn í fjögur stig með fimm mínútur til leiks. Eftir það gekk þeim illa að koma boltanum […]

Getraunaleikur – mikil spenna hverjir komast í úrslit

Getraunastarf Hauka hefur gengið vel í vetur. Það kemur stór hópur Haukafélaga saman á laugardögum, fær sér kaffi, ræðir úrslit vikunnar í öllum greinum, veltir fyrir sér við hverja er verið að semja, slúðursögur og margt fleira. Riðlakeppninni lauk nú um síðustu helgi og er mikil spenna í sumum riðlum. Ljóst er að fara þarf […]

Haukar unnu Stjörnustríðið – myndband (uppfært)

Haukar eiga víða efnilega íþróttamenn og er þar körfuboltafólk engin undantekning. Haukastelpur í 10-11 ára minni bolta tóku um helgina þátt í flottu móti sem haldið var hjá Stjörnunni í Garðabæ. Mótið hét því skemmtilega nafni ,,Stjörnustríð“ og gerðu okkar stelpur sér lítið fyrir og unnu Stjörnustríðið, glæsilegur árangur! Þjálfari stelpnanna sendi frá sér nokkur […]

Pétur: Ætluðum okkur meira

  Haukar hafa lokið þátttöku í Lengjubikarnum þetta árið en liðið hafnaði í neðsta sæti í A-riðli. Haukar léku með Grindavík, Keflavík og Skallagrími í riðli og var spilað heima og heiman. Aðeins einn sigur vannst og það gegn Skallagrími í Schenker-höllinni en liðið spilaði einmitt síðast leikinn í mótinu gegn þeim á sunnudag í […]

Haukar dottnar út úr Poweradebikarnum

Haukar tóku á móti Keflavík í Schenkerhöllinni í 16 liða úrslitum í Poweradebikar kvenna í dag þar sem að Keflavík fór með 84-89 sigur af hólmi. Gæfan var ekki með Haukum í dag sem að byrjuðu leikinn af krafti og leiddu í hálfleik 41-40 en þá skaut Jessica Ann Jenkins þær í kaf og kom […]

Haukar – Keflavík í Poweardebikarnum

Kæru Haukafélagar, á morgun sunnudaginn 18.nóvember taka Haukar á móti liði Keflavíkur í 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ, Poweradebikarnum.     Þetta er hin eina sanna bikarkeppni og við höfum engan áhuga á að spila eina umferð í þessari keppni og því verður sigur að nást og ekkert annað.  Keflavíkurliðið er ósigrað í deildinni í […]