Haukar Íslandsmeistarar 3.flokks kvenna

Fyrsti titillinn hjá handboltanum þetta árið kom í hús nú áðan þegar Haukastelpurnar í 3ja flokki urðu Íslandsmeistarar með sigri á HK 35-33 eftir æsispennandi framlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 30-30 en HK var yfir í hálfleik 16-14. Maður leiksins var valin Elsa Björg Árnadóttir leikmaður Hauka en hún skoraði 7 mörk […]

Góður sigur hjá Haukastelpum í gær og leikurinn um gullið framundan

Unglingaflokkur Haukastelpna í handbolta vann góðan sigur á Gróttustelpum í gær en leikurinn endaði 38-32. Fyrri hálfleikurinn í gær var í járnum og var staðan 15-15 í hálfleik. Haukastelpurnar komu svo tvíelfdar inn í seinni hálfleikinn og var aldrei spurning um hvort liðið ætlaði sér sigur í þessum leik. Með þessum sigri eru stelpurnar komnar […]

Þrír efnilegustu Haukarnir endurnýja samning

Endurnýjaðir hafa verið samningar við þrjá af efnilegustu leikmönnum Hauka í meistaraflokki þá Emil Barja, Hauk Óskarsson og Örn Sigurðarson til 2 ára. Við undirritun samninga kom fram hjá Samúel Guðmundssyni formanni Körfuknattleiksdeildar Hauka að samningarnir við Emil, Hauk og Örn væru mikið ánægjuefni fyrir Hauka því með því væru Haukar að tryggja sér þann […]

Sævar og Ragna Margrét mikilvægust á lokahófi körfunnar

Lokahóf körfuknattleiksdeildar var haldið á dögunum þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir tímabilið sem var að klárast og það gert upp í máli og myndum. Fjölmenni var á hófinu sem var eitt það stærsta sem körfuknattleiksdeildin hefur haldið. Sævar Ingi Haraldsson og Ragna Margrét Brynjarsdóttir voru valin mikilvægustu leikmennirnir og eru vel að viðurkenningunni komin […]

Tvær Haukastelpur fóru til Serbíu í dag með U-19 ára landsliðinu

Tvær handboltakonur úr Haukum fóru til Serbíu í dag með U-19 ára landsliðinu til að taka þátt fyrir Íslands hönd í undankeppni fyrir HM. Þetta eru þær Karen Helga Sigurjónsdóttir og Viktoría Valdimarsdóttir.  Liðið er þar í riðli með Finnlandi, Spáni og Serbíu. Leikjaplan Íslands: Föstudagur 22.apríl kl.17.00 Ísland – Serbía Laugardagur 23.apríl kl.13.00 Ísland […]

Frábær þátttaka í handbolta – og körfuboltabúðunum

Það var mikið fjör á Ásvöllum dagana 18. – 20. apríl en þá voru haldnar handbolta – og  körfuboltabúðir fyrir unga iðkendur. Hátt á annað hundrað krakkar tók þátt og var almenn ánægja með þetta framtak. Til að mynda barst okkur þessi tölvupóstur: „Mig langar að þakka kærlega fyrir frábærar handboltabúðir hjá ykkur í Haukunum. […]

Að stíga sín fyrstu skref

Að nálgast sjálfan sig eru kannski mikilvægustu skrefin sem maður tekur í átt til betri heilsu. Það getur enginn hreyft sig, skokkað, hjólað eða yfir höfuð gert eitt eða neitt á forsendum annarra. Allt verður að miðast við mann sjálfan. Hópurinn okkar hefur vaxið úr því að vera örfáir sérvitringar sem hittust og skokkuðu sér […]

Stúlknaflokkur í undanúrslitum

Stúlknaflokkur spilar í undanúrslitum í Íslandsmótinu í dag laugardag kl: 17:00. Lið Hauka hefur verið í 2 til 3 sæti í öllum túrneringum í vetur. Haukar spila í dag við Njarðvík sem hefur barist hefur við Hauka um 2 sætið í allan vetur. Búast má við mjög spennandi leik og eru stuðningsmenn Hauka hvattir til […]

Úrslitakeppni yngri flokka í handboltanum

Haukar eiga nokkra fulltrúa í úrslitakeppni yngri flokkanna í handboltanum. Fyrstu 8 liðin í deildarkeppninni fara í úrslitakeppnina, þar af gefa fyrstu fjögur sætin heimaleikjaréttinn. Einn sigur þarf til að komast áfram í undanúrslit og svo annan sigur til að komast  í að spila um Íslandsmeistaratitilinn í Vodafonehöllinni helgina 30. apríl. * Úrslit 3. flokkur […]