Góður sigur hjá Haukastelpum í gær og leikurinn um gullið framundan

HaukarUnglingaflokkur Haukastelpna í handbolta vann góðan sigur á Gróttustelpum í gær en leikurinn endaði 38-32. Fyrri hálfleikurinn í gær var í járnum og var staðan 15-15 í hálfleik. Haukastelpurnar komu svo tvíelfdar inn í seinni hálfleikinn og var aldrei spurning um hvort liðið ætlaði sér sigur í þessum leik. Með þessum sigri eru stelpurnar komnar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn en úrslitaleikurinn verður leikinn á morgun laugardag í Vodafonehöllinni og hefst hann kl. 18.00. Mótherjar Hauka um titilinn er lið HK. Nú er um að gera að fjölmenna á pallana í Vodafonehöllinni á morgun og styðja stelpurnar til sigurs. Frítt er inn á leikinn en þeir sem komast ekki geta fylgst með gangi mála í beinni lýsingu á Sport TV.

Stelpurnar í unglingaflokki eru ekki eini yngri flokkur Hauka í handbolta sem getur unnið Íslandsmeistaratitil  í ár því strákarnir í 2. flokki keppa í
4ja liða úrslitum næstkomandi þriðjudag á Ásvöllum kl 20:00 gegn sterku liði Selfoss.

Sjáumst á vellinum.

ÁFRAM HAUKAR!