Skokkhópur Hauka – allir velkomnir

Fjölmennur hópur á vegum Almenningsíþróttadeildar Hauka tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram 22. ágúst síðastliðinn. 44 skokkfélagar tóku þar þátt, þar af 24 félagar sem hlupu 10 km og 20 sem fóru hálft maraþon eða 21,1km. Félagar úr skokkhópnum ætla að taka þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi sem fer fram laugardaginn 5. september n.k. […]

HK – Haukar í kvöld, stórleikur!

Það verður sannkallaður stórleikur í Kópavogi í kvöld þegar að Haukar mæta þangað og mæta HK. Leikurinn er mikilvægasti leikur beggja liða á tímabilinu og sæti í efstu deild að ári verður undir í þessum leik hefst leikurinn klukkan 18.     Í síðustu umferð gerðu Haukar, 2-2 jafntefli við Víkinga úr Reykjavík, á Ásvöllum. […]

Jafntefli gegn Víking í gær

Haukar gerði 2-2 jafntefli gegn Víking Reykjavík í 1.deildinni í gær en liðin mættust á Ásvöllum. Haukarnir halda 2.sætinu þrátt fyrir að hafa gert jafntefli en Haukar eru nú með jafn mörg stig og HK í 2. og 3.sætinu. Næsti leikur er á mánudaginn næstkomandi einmitt gegn HK á Kópavogsvelli klukkan 18:00 og á þann […]

Tap gegn ÍR í Breiðholtinu í gær

Haukar töpuðu illa gegn ÍR á ÍR-vellinum í gær, 0-3. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik en Kristján Ari Halldórsson skoraði fyrsta markið á 18.mínútu og FH-ingurinn Árni Freyr Guðnason bætti svo við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikurinn var allur. Þetta er líklegast sá leikur sem allir Haukamenn vilja gleyma sem fyrst enda var […]

Hlaupið undirbúið

Það verður stór hópur Haukamanna sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka um helgina. Um 40 manna hópur á vegum Almenningsíþróttardeildar Hauka hefur verið að undirbúa sig undir hlaupið en maraþonið er á morgun.   Í vikunni var lokaundirbúningurinn en sjaldan eða aldrei hafa jafn margir skráð sig í hlaupið. Starfsemi Almenningsíþróttadeildarinnar er glæsilegur og er […]

Meistaraflokkur karla á æfingamót

Meistaraflokkur karla í handbolta lagði af stað í dag til Svíþjóðar en liðið tekur þátt í æfingamóti þar í landi. Er þetta mikilvægur undirbúningur fyrir veturinn en liðið tekur þátt í Evrópukeppninni. Meðal nýrra leikmanna sem spila með Haukum á æfingamótinu eru þeir Björgvin Hólmgeirsson sem kom til frá Stjörnunni og Guðmundur Árni Ólafsson sem […]

ÍR – Haukar á morgun, föstudag

Það er enn einn mikilvægi leikurinn hjá meistaraflokki karla hjá Haukum í knattspyrnu á morgun þegar Haukar heimsækja ÍR á ÍR-vellinum. Sá leikur hefst klukkan 18:30. Fyrir leikurinn eru Haukar sem fyrr í 2.sæti deildarinnar en ÍR-ingar í því níunda.   Liðin mættust á Ásvöllum fyrr í sumar og þar fóru sigruðu ÍR-ingar örugglega, 3-1 […]

Haukar sigruðu KA örugglega, 3-1

Haukar 3 – 1 KA 0-1 David Disztl (´23)1-1 Hilmar Trausti Arnarsson (’33, víti)2-1 Pétur Ásbjörn Sæmundsson (’39)3-1 Ásgeir Þór Ingólfsson (’53) Veðrið var ekki það besta á Ásvöllum þegar flautað var til leiks Hauka og KA-manna. Heimamenn byrjuðu betur og sóttu stíft að marki Akureyringanna. Gestirnir áttu svo sitt fyrsta færi í leiknum á […]

Ísland-Holland á Ásvöllum

Annað kvöld er landsleikur á Ásvöllum þegar Ísland mætir Hollandi í B-deild Evrópukeppninnar í körfubolta. Íslenska liðið tapaði sínum síðasta leik um liðna helgi í Sviss afar naumlega. En þær leiddu stóran hluta af leiknum. Haukar eiga nokkra leikmenn í liðinu en þær Helena Sverrisdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Guðrún Ámundadóttir og Telma Fjalarsdóttir eru í […]