Tap gegn ÍR í Breiðholtinu í gær

HaukarHaukar töpuðu illa gegn ÍR á ÍR-vellinum í gær, 0-3. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik en Kristján Ari Halldórsson skoraði fyrsta markið á 18.mínútu og FH-ingurinn Árni Freyr Guðnason bætti svo við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikurinn var allur.

Þetta er líklegast sá leikur sem allir Haukamenn vilja gleyma sem fyrst enda var hann hrikalega illa spilaður af Haukaliðinu og ekki var ÍR-liðið að bæta gæðin í leiknum eitthvað frekar og ótrúlegt að þeir hafi sigrað þennan leik 3-0 enda var maður ekkert frekar var við einhver tilþrif hjá þeim í leiknum.

 

En það þýðir lítið að gefast upp núna, Haukar eru enn í baráttunni um 2. og einnig 1.sætið í deildinni, næsti leikur er á heimavelli gegn Víking Reykjavík, næst föstudag og er það enn einn mikilvægi leikurinn í sumar. Hefst sá leikur klukkan 18:30 en sá tími hefur ekki verið Haukum til góðs enda var leikur í gær einnig klukkan 18:30 sem og leikurinn heima gegn Þór þar sem Þórsarar fóru með sigur af hólmi.

 

Þórhallur Dan fyrirliði Hauka var allt annað en sáttur eftir leikinn í viðtali við MBL eftir leikinn ; „Lið sem leikur svona í jafnmikilvægum leik og þessum hefur ekkert í úrvalsdeild að gera,“

Og Andri Marteinsson var að óánægður með nánast hverja einustu mínútu leiksins hjá liðinu í gær ; ,,Þetta er annað tapið okkar í sumar sem við áttum verðskuldað að tapa og báðir leikirnir eru gegn sama liði, ÍR. Ég ætla ekki að reyna útskýra hvað það er, en í báðum leikjunum þá mætti mitt lið ekki tilbúið til leiks og virkuðu eins og krakkar í höndunum á ÍR og það er eiginlega ekkert annað um það að segja nema að þetta hafi verið grútlélegt, hundleiðinlegt til áhorfðar og ég held að menn verði bara að líta í eigin barm og hugsa sinn gang,“ En þetta sagði Andri við Fótbolti.net í gær.

Fjölmennum á næsta leik og hvetjum strákana áfram.

ÁFRAM HAUKAR!