Haukar sigruðu KA örugglega, 3-1

Haukar Haukar 3 – 1 KA

0-1 David Disztl (´23)
1-1 Hilmar Trausti Arnarsson (’33, víti)
2-1 Pétur Ásbjörn Sæmundsson (’39)
3-1 Ásgeir Þór Ingólfsson (’53)

Veðrið var ekki það besta á Ásvöllum þegar flautað var til leiks Hauka og KA-manna. Heimamenn byrjuðu betur og sóttu stíft að marki Akureyringanna.


Gestirnir áttu svo sitt fyrsta færi í leiknum á 27. mínútu sem þeir náðu að skora úr en það var David Disztl sem skoraði með skalla eftir aukaspyrnu frá Dean Martin.

Haukar fengu víti skömmu seinna þegar brotið var á blaðberanum, Úlfari Hrafni Pálssyni. Hilmar Trausti Arnarsson skoraði úr vítinu og jafnaði metin fyrir Haukana.

Pétur Ásbjörn Sæmundsson kom Haukum svo yfir á 39. mínútu með laglegum skalla eftir aukaspyrnu frá Hilmari Trausta.

Staðan var því 2-1 þegar Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Ásgeir Þór Ingólfsson, hinn blaðberinn í liðinu kom Haukum í 3-1 skömmu eftir leikhlé með flottu skoti fyrir utan teig.

Heimamenn voru nálægt því að bæta við mörkum en leikurinn endaði 3-1 og liðið er í góðum málum í 1. deildinni en það situr í 2. sæti með 34 stig, einu á eftir Selfossi sem er í 1. sæti og 2 stigum á undan HK sem eru í því þriðja. 

Næsti leikur liðsins er síðan á föstudaginn næstkomandi gegn ÍR á ÍR-vellinum klukkan 18:30. Á þann leik er skyldumæting fyrir allt Haukafólk!

ÁFRAM HAUKAR!