Haukamenn á leið á HM í Egyptalandi

Á mánudaginn næstkomandi heldur U-21 árs landslið Íslands í handknattleik til Egyptalands þar sem fram fer lokakeppni Heimsmeistaramótsins. Í liðinu eru tveir Haukamenn, markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og hornamaðurinn sem gekk til liðs við Hauka frá Selfossi fyrr í sumar, Guðmundur Árni Ólafsson en hann er einmitt þessa stundina í Túnis að spila með U-19 […]

Strákarnir byrja heima

Dregið hefur verið í töfluröð í 1. deild karla í körfubolta og eiga strákarnir heimaleik í fyrstu umferð. Mæta þeir liði Skallagríms en Borgnesingar féllu úr Iceland Express-deildinni á síðustu leiktíð. Áætlað er að fyrsta umferð verði leikin 9. október. Mynd: Lúðvík og félagar byrja á heimavelli í 1. deildinni – stebbi@karfan.is

Haukar aftur í 2. sætið

Afturelding kom í heimsókn á Ásvelli í kvöld og lék á móti meistaraflokki karla í knattspyrnu. Fyrri hálfleikur var frekar daufur og ekki mikið markvert sem gerðist en í hálfleiknum voru Haukar betri og sóttu meira en gestirnir en náðu ekki að skapa sér góð marktækifæri. Í seinni hálfleik juku Haukar tempóið í leik sínum […]

U-19 ára liðið gerir það gott í Túnis

U – 19 ára landslið Íslands í handbolta karla keppir nú á HM í Túnis hefur staðið sig frábærlega hér og er liðið komið í 4 liða úrslit. Fjórir Haukastrákar eru í liðinu þeir, Guðmundur Árni Ólafsson, Heimir Óli Heimisson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Tjörvi Þorgeirsson. Liðið hefur sigraði Brasilíu, Frakkland, Púerto Ríkó í riðlinum […]

Fréttir frá U-19 í Túnis

    2009-07-28U – 19 ára landslið karla í handbolta keppir nú á HM í Túnis hefur staðið sig frábærlega hér og er komin í 4 liða úrslit. Fjórir Haukastrákar eru í liðinu þeir, Guðmundur Árni Ólafsson, Heimir Óli Heimisson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Tjörvi Þorgeirsson.  Á morgun, miðvikudag spilar liðið gegn heimamönnum og má […]

Andri Janusson lánaður til Álftanes

Sóknarmaðurinn Andri Janusson sem gekk til liðs við Hauka í vetur frá Álftanes hefur verið lánaðar til Álftanes og mun því klára tímabilið þar í 3.deildinni. Andri hefur verið mikið meiddur í sumar en meiðsli í hæl hefur verið að hrjá hann og hefur hann ekkert getað leikið síðan í bikarleiknum gegn Fjarðabyggð á 17.júní […]

Haukar – Afturelding á morgun

Haukar mæta Afureldingu á morgun kl. 20.00 á Ásvöllum og þarf sá leikur að vinnast ætlum við að halda okkur í toppbaráttunni. Sem fyrr er frítt inn fyrir félaga í Haukur í horni.   Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, einu stigi á eftir Fjarðabyggð sem er í öðru sæti. Þessi lið […]

Meistaraflokkarnir á útivelli í kvöld

Meistaraflokkar Hauka verða á ferð og flugi í kvöld en bæði karla og kvennalið félagsins eiga leiki í dag. Mynd: Hilmar Trausti og félagar verða í eldlínunni í kvöld – stefan@haukar.is Strákarnir heimsækja Fjarðarbyggð á Eskifjarðarvelli kl. 18.00 í sannkölluðum stórleik. Fjarðarbyggð eru í 2. sæti með 22 stig á meðan Haukar eru í 3. […]

Haukastelpur unnu Völsung

Stelpurnar í meistaraflokki unnu góðan sigur á sunnudag þegar þær mættu liði Völsungs á Ásvöllum. Stelpurnar unnu 2-1 eftir að hafa verið 0-1 undir í hálfleik. Tvö mörk í seinni hálfleik frá þeim Björgu Ólafs og Lovísu Einarsdóttur tryggðu sigurinn. Lovísa var ekki búinn að vera lengi inná eða aðeins sex mínútur þegar sigurmarkið kom. […]

Haukar fá pólskt lið

Íslandsmeistarar Hauka drógust gegn pólska liðinu Wisla Plock S.A. í gær þegar dregið var í EHF-bikarnum í evrópukeppninni í handknattleik. Haukar fara beint í 2. umferð en leikið verður helgarnar 10.-11. október og 17.-18. október. Mynd: Haukastrákar halda til Póllands í haust – stefan@haukar.is