Haukar – Afturelding á morgun

Haukar Haukar mæta Afureldingu á morgun kl. 20.00 á Ásvöllum og þarf sá leikur að vinnast ætlum við að halda okkur í toppbaráttunni. Sem fyrr er frítt inn fyrir félaga í Haukur í horni.

 

Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, einu stigi á eftir Fjarðabyggð sem er í öðru sæti. Þessi lið mættust einmitt í síðustu umferð en þá skildu liðin jöfn 1-1 á Eskifjarðarvelli.

Afturelding hefur ekki átt gott tímabil en þeir eru í næst neðsta sæti með 13 stig líkt og ÍA en með slakari markatölu. Það er því til mikils að vinna fyrir þá og mæta þeir glorhungraðir á Ásvelli. En Afturelding hefur sigrað síðustu tvo leiki í röð og eru því á ágætisróli þessa dagana.

Síðast þegar þessi lið mættust gerðu þau 1-1 jafntefli í Mosfellsbæ, þá var það Hilmar Geir Eiðsson sem tryggði okkur stigið með marki úr víti en Haukar höfðulent undir á 12. mínútu. Það er því um að gera að koma á Ásvelli og sjá Hauka glíma við Aftureldingu því að heimamenn ætla sér meira en jafntefli í þetta skiptið.

 

– Skrifað af: Þórði Jóni Jóhannessyn i