U-19 ára liðið gerir það gott í Túnis

HaukarU – 19 ára landslið Íslands í handbolta karla keppir nú á HM í Túnis hefur staðið sig frábærlega hér og er liðið komið í 4 liða úrslit. Fjórir Haukastrákar eru í liðinu þeir, Guðmundur Árni Ólafsson, Heimir Óli Heimisson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Tjörvi Þorgeirsson.

Liðið hefur sigraði Brasilíu, Frakkland, Púerto Ríkó í riðlinum en tapaði naumlega gegn Svíum í leik sem skipti litlu sem engu máli. Þeir mættu svo Norðmönnum í 8-liða úrslitum í gær og fóru með sigur úr bítum í þeim leik, 43-37 en eins og tölurnar gefa til kynna var um mikinn markaleik að ræða.

Í leiknum gegn Norðmönnum skoraði Guðmundur Árni 8 mörk, Heimir Óli Heimisson 5 og Stefán Rafn Sigurmannsson 2.

 Á morgun, miðvikudag spilar liðið gegn heimamönnum í undanúrslitum og má búast við miklum spennuleik og troðfullri höll þar sem Túnisar hafa verið duglegir að mæta á leiki hjá sínum mönnum. Íslenska liðinu fylgir hópur Íslendinga, Ella, Heimir og Óli munu styðja sína menn með ráðum og dáð hér efir sem hingað til. Leikurinn við Túnis hefst klukkan 20:00 á morgun á íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með leiknum með því að smella hér.

Sendum hlýjar kveðjur frá Túnis og hvetjum allt Haukafólk til krossa fingur og senda strákunum baráttukveðjur hingað út.

Ella, Heimir og Óli