Haukar í úrslitaviðureignum – aldrei tapað

Haukar hafa leikið oftast allra liða í úrslitakeppni Íslandsmótsins frá síðustu aldarmótum. Liðið hefur leikið til úrslita í sex af þeim sjö mótum sem endað hafa með úrslitakeppni, með úrslitaviðureign Hauka og Vals sem nú er í gangi meðtalinni, og það sem meira er, liðið hefur aldrei tapað úrslitaviðureign. Auk þess hefur liðið einu sinni […]

Valsmenn jöfnuðu metin

Í kvöld heimsóttu Haukar, Valsmenn heim að Hlíðarenda í öðrum leik úrslitarimmunar um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar sigruðu fyrsta leikinn örugglega og var því mikilvægt fyrir Valsmenn að ná sigri í dag en það lið sem sigrar fyrst þrjá leiki verður Íslandsmeistarar.   Það var gríðarleg stemming í Vodafonehöllinni og vel var mætt á völlinn þó alltaf […]

Valur – Haukar í kvöld, hvað segir fyrirliðinn ?

Í kvöld leikur meistaraflokkur karla í handknattleik annan leik sinn í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en leikurinn hefst klukkan 19:30. En það eru Haukar og Valur sem eigast við í úrslitum og fer leikurinn fram í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda.   Við fengum fyrirliða Hauka, Arnar Pétursson til að svara nokkrum vel útvöldum spurningum. Áður en við […]

AÐALFUNDUR

Framhaldsaðalfundur Körfuknattleiksdeildar verður haldinn kl. 20 mánudaginn 4. maí nk. í Samkomusal (forsal)   Dagskrá samkvæmt lögum félagsins   Stjórnin

Afsögn stjórnarmanna körfuknattleiksdeildar

Á fundi körfuknattleiksdeildar Hauka sem haldinn var þriðjudaginn 28. apríl 2009 ákváðu eftirtaldir stjórnarmenn að segja sig úr stjórn körfuknattleiksdeildarinnar. Þessir stjórnarmenn eru eftirtaldir: Sverrir Hjörleifsson, formaðurHálfdan Þórir Markússon, varaformaðurBrynjar Indriðason, meðstjórnandiGunnar Hauksson, meðstjórnandiSteingrímur Páll Björnsson, meðstjórnandi Eru þeim færðar þakkir fyrir þau góðu störf sem þeir hafa tekið að sér innan og utan stjórnar […]

Tilkynning frá kkd. Hauka

Eftirfarandi tilkynning barst frá körfuknattleiksdeild Hauka nú fyrr í kvöld. Afsögn stjórnarmanna kkd Hauka: Undirritaðir hafa ákveðið að láta af ábyrgðarstörfum fyrir kkd Hauka vegna umdeildrar ákvörðunar stjórnar, sem við stóðum að, um að ráða Ágúst Björgvinsson sem þjálfara við deildina næsta vetur. Ágúst hefur átt undir högg að sækja síðastliðnar vikur vegna uppsagnar KKÍ […]

Komast Haukar í 2-0 á morgun ?

Á morgun, miðvikudag fer fram annar leikurinn í úrslitarimmu Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitil karla. Leikurinn fer fram í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda og hefst klukkan 19:30. Rútuferðir verða frá Ásvöllum og mun rútan fara frá Ásvöllum ca. 18:30. Haukar sigruðu fyrsta leikinn í gær með fimm marka mun 29-24 á Ásvöllum og gekk mikið á, […]

Haukamenn komnir í 1 – 0

Í kvöld fór fram fyrsti úrslitaleikur Hauka og Vals í N1 deild karla. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki mun hampa Íslandsmeistaratitlinum. Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur og náðu fljótlega tveggja marka forskoti. Haukamenn náðu hins vegar að skora fimm mörk gegn einu Valsmarki og komust í 11 – 9. Í hálfleik var staðan […]

Fyrsti úrslitaleikurinn á morgun

Á morgun verður fyrsti leikurinn í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil karla. Þau lið sem berjast um titilinn eru núverandi Íslandsmeistarar Haukar og Valur.  Þar sem Haukar sigruðu N1-deild karla eru þeir með heimavallaréttin og er því fyrsti leikurinn á morgun á Ásvöllum. Hefst leikurinn klukkan 19:45, korter í átta. Það er alveg á hreinu að þetta […]

Úrslit yngri flokka um helgina

Þrjú lið Hauka áttu möguleika að leika úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokki um helgina. Unglingaflokkur karla, 9. flokkur kvenna og Stúlknaflokkur. Ekkert liðanna tókst að tryggja sér sigur og því sæti í úrslitum. Strákarnir í unglingaflokkir töpuðu stórt fyrir FSu á föstudagskvöld 112-71 eftir mjög jafnan fyrri hálfleik. í 9. flokki kvenna mættu Haukar […]