Árangur meistaraflokks kvenna

Meðfylgjandi texti barst heimasíðunni frá Hermanni Þórðarsyni, fyrrverandi formanni handknattleiksdeildar og félagsins. Þar fjallar hann um árangur meistaraflokks kvenna í handbolta í vetur.    Margir Haukamenn eru súrir yfir því að stelpurnar okkar náðu ekki að vinna Íslandsmeistaratitilinn á þessu leiktímabili. Árangur þeirra verður þó að teljast viðunandi miðað við aðstæður og styrkleika sterkustu andstæðinganna. […]

Þrjú lið Hauka spila til úrslita

Úrslit yngri flokka í körfubolta eru um helgina og eiga Haukar þrjú lið. Unglingaflokkur karla, Stúlknaflokkur og 9. flokkur kvenna verða í eldlínunni. Í kvöld kl. 20.30 spila strákarnir í unglingaflokki við FSu og það lið sem vinnur mætir annað hvort Keflavík eða Fjölni í úrslitum kl. 18.00 á sunnudag. Á morgun laugardag spila stelpurnar […]

Myndasafn: Aldrei spurning á Ásvöllum

Haukar unnu stórsigur á Fram í gærkvöldi og tryggðu sér um leið sæti í úrslitum N1-deildar karla. Haukar voru sterkari frá upphafi til enda og sigur þeirra aldrei í hættu. Meistararnir sýndu sannkallaða meistaratakta og verður spennandi að sjá þá kljást við frændur okkar í Val en þeir lögðu HK í oddaleik á Hliðarenda. Fyrsti […]

Haukar leika til úrslita eftir öruggan sigur á Fram

Lokatölur á Ásvöllum í dag, 30-21 Haukum í vil gegn Fram í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótins. Eins og tölurnar gefa til kynna var um öruggan sigur að ræða.  Það var vel mætt á völlinn Haukamegin en ekki er hægt að segja það sama Frammegin, en þar var hálftómlegt. Og stemmingin því mun meiri hjá Haukum […]

Sveinn Ómar og Kristún best

Lokahóf meistaraflokka körfuknattleiksdeildarinnar fór fram í gærkvöldi í veislusal Hauka að Ásvöllum. Að vanda voru veitt einstaklingsverðlaun fyrir veturinn. Stærstu verðlaun kvöldsins eru fyrir mikilvægustu leikmenn hvors liðs og í ár kom það í hlut Sveins Ómars Sveinssonar og Kristrúnar Sigurjónsdóttur. Er þetta í fyrsta skipti sem Sveinn Ómar er valinn mikilvægasti leikmaðurinn og annað […]

Henning nýr landsliðsþjálfari

Henning Henningsson er nýr landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna og tekur hann við starfinu af Ágústi Björgvinssyni sem var sagt upp á dögunum. Henning er okkur Haukamönnum vel kunnugur enda fyrrum fyrirliði mfl. kk. sem og þjálfari beggja meistaraflokka félagsins. Fyrsta verkefni Hennings með A-landsliðið eru Smáþjóðaleikarnir á Kýpur í byrjun júní. Heimasíðan óskar Henning velfarnaðar í […]

Stórveisla á Ásvöllum á Sumardaginn fyrsta

Handboltaunnendum er boðið til stórveislu á Ásvöllum á Sumardaginn fyrsta þegar Haukar og Fram mætast í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins. Óhætt er að lofa spennandi leik í stórkostlegri umgjörð. Húsið opnar kl. 18:30 og er fólk hvatt til að mæta snemma í réttum lit! Jónsi úr Svörtum fötum ætlar að hita upp mannskapinn af sinni […]

Tímabilið búið hjá stelpunum – annað tap fyrir Fram

Haukastelpur töpuðu í gærkvöldi fyrir Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Það þurfti að grípa til framlengingar til að knýja fram sigur en staðan eftir venjulegan leiktíma var 29-29. Í framlengingunni voru Haukar sterkari til að byrja með og leiddu 30-32 þegar um þrjár mínútur voru eftir. En þá komu þrjú mörk í […]

4. flokkur karla Íslandsmeistari

Í gær, sunnudag, urðu strákarnir í 4. flokki karla í handbolta Íslandsmeistarar eftir sigur á Gróttu í æsispennandi framlengdum leik. Við óskum Haukastrákunum til hamingju með titilinn.