Haukar-Grótta mfl.kvenna

Stelpurnar okkar unnu sigur 23-22 á Gróttu á Ásvöllum í kvöld. Grótta skoraði fyrsta markið og var á undan að skora í byrjun. Stelpurnar okkar mættu frekar værukærar til leiks en komust yfir 4-3 og héldu forystu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en staðan í leikhléi var 13-9. Haukar skoruðu fyrsta markið í síðari […]

Haukar-Gorenja Meistaradeildin

Strákarnir okkar töpuðu 28-33 fyrir Gorenja á Ásvöllum í dag. Fyrri hálfleikur var arfaslakur hjá okkar mönnum og má segja að hann hafi gert útslagið en staðan i hálfleik var 11-20 fyrir Slóvenum. Það má þó segja strákunum okkar til hróss að í leikhléi tóku þeir sig saman í andlitinu og allt annað lið mætti […]

Faxaflóamót 4. flokks kk

Í dag voru spilaðir tveir leikir hjá 4 flokki kk A og B liða. Í morgun kl. 9.30 áttu A lið Hauka og Álftaness að spila í Faxaflóamótinu en vegna miskilnings voru dómarar ekki boðaðir. Því var leiknum breytt í æfingaleik sem lauk með sigri Hauka 8-0. Leikurinn var einstefna Hauka að marki Álftaness og […]

Skákæfing 18.október

Alls voru 16 manns mættir á skákæfinguna síðastliðið þriðjudagskvöld. Keppnin var jöfn og spennandi lengst af, en Varði hafði þetta að lokum. Lokastaðan: 1. Þorvarður Fannar 13,5 af 15 2. Guðmundur Sverrir 12 3. Árni Þorvaldsson 11,5 4. Daníel Pétursson 11 5. Jón Magnússon 10,5 6. Sverrir Þorgeirsson 10 7-8. Ingi Tandri og Ingþór 8,5 […]

Skákæfing 11.október

Björn Freyr Björnsson sigraði með fullu húsi á skákæfingunni 11.október. Björn hefur eflaust verið að vonast eftir meiri samkeppni, en mikið var um forföll toppmannanna. 1. Björn Freyr Björnsson 12 af 12 2. Sverrir Þorgeirsson 10,5 3. Ingþór 8,5 4. Daníel Pétursson 8 5-7. Grímur Ársælsson, Ingi Tandri Traustason, Stefán Pétursson 7 8. Snorri Karlsson […]

Haukar-Gorenje Meistaradeildin

Karlalið Hauka mætir slóvenska liðinu RK Gorenje frá Velenje laugardaginn 22. október kl. 16:00 á Ásvöllum í C-riðli Meistaradeildar Evrópu. Slóvenska liðið hefur á að skipa fjölmörgum landsliðsmönnum og Daninn Lars Walther er þjálfari en hann er íslenskum handknattleiksunnendum vel kunnur eftir að hafa spilað fyrir KA fyrir nokkrum árum. Haukarnir unnu síðasta leik sinn […]

Kynslóðabilið brúað á hvítum reitum

Hafnarfjarðarkirkja, Hrókurinn, Kátu biskuparnir, Riddarinn og Haukar standa að skákmóti á laugardaginn fyrir 15 ára og yngri og 60 ára og eldri. Strandbergsmótið í skák verður haldið nk. laugardag 22. október klukkan 13. Mótið er ætlað skákmönnum 15 ára og yngri og 60 ára og eldri. Kynslóðabilið er þannig brúað á hvítum reitum og svörtum. […]

Haukar-ÍBV mfl.karla

Öruggur sigur hjá stákunum okkar á ÍBV á Ásvöllum í kvöld 41-32. Gestirnir frá Eyjum skoruðu fyrstu tvö mörkin en Haukar voru fljótir að jafna 2-2 og eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti. Í hálfleik var staðan 21-13 og lokatölur 41-32 eins og áður segir. Allir ungu strákarnir „af bekknum“ fengu að […]

Fram-Haukar mfl.kvenna

Stelpurnar okkar unnu öruggan sigur á Fram í Framheimilinu í kvöld. Í hálfleik var staðan 9-12 og lokatölur 18-29. Haukar voru ekki að spila góðan bolta en sigurinn var öruggur og stigin tvö frábær.

SS-bikarinn 16 liða úrslit karla

Í hádeginu í dag var dregið í 16-liða úrslit í SS bikar karla. Strákarnir okkar fá KA menn í heimsókn. Drátturinn var þessi: Haukar – KA Þór Ak. – Selfoss Valur – Stjarnan Stjarnan 2 – ÍBV FH E – FH FH 2 – FRAM ÍR – Fylkir Afturelding – HK Leikið verður 8. og […]