Fram-Haukar

Stelpurnar sitja áfram sem fastast á toppnum í Essódeildinni. Þær unnu góðan sigur á Fram í Framheimilinu í dag. Staðan í hálfleik var 8-11 og endaði leikurinn 20-27 fyrir Hauka.

Fram-Haukar Essodeild kvenna

Leikurinn hjá stelpunum við Fram á morgun er kl. 14.30 í Framheimilinu. Breytingin er vegna landsleiks Íslands og Slóvena á EM í Svíþjóð sem verður í beinni útsendingu kl. 16.00.

ÍBV-Haukar SS-bikar kv.

Stelpurnar töpuðu leiknun í eyjum í gær 21-19. Þær áttu lélegan leik og þá sérstaklega í sókninni sem gekk engan veginn upp. Vörnin var lengstum í lagi og Jenny varði mjög vel. Bikardraumurinn er þar með úti en það þýðir ekkert annað en rífa sig upp fyrir næsta leik í deilinni sem er við Fram […]

ÍBV-Haukar SS Bikarinn

Stelpurnar spila í undanúrslitum SS-bikarsins við ÍBV út í eyjum á morgun kl. 15.00. Eflaust verður um hörkuleik að ræða þar sem okkar stelpur ætla sér ekkert annað en sigur. Við hvetjum alla Hauka sem ekki verða á leiknum að kveikja á sér og senda baráttustrauma til stelpnanna. Áfram Haukar.

Jón Freyr

Við bjóðum Jón Frey Egilsson velkomin heim frá Danaveldi. Þessi knái hornamaður er byrjaður að æfa á fullu með strákunum og ætlar örugglega að láta til sín taka í vetur.

Myndir

Komnar eru inn fjórar myndir frá vali íþróttamanns Hauka. Myndirnar eru frá hinum víðfræga Hauka-ljósmyndara Lárusi Karli. Farið er í „léttar nótur“ og þar er valið „myndasafn“. Fleiri myndir eru á leiðinni. 🙂

Vandamál hjá mfl.karla

Á stjórnarfundi í gærkvöldi var rætt um vandamálin hjá mfl.karla en engin niðurstaða fékkst. Þjálfarar meistaraflokks karla hafa ekki verið öfundsverðir að stýra æfingum undanfarið. Það álag sem lagt er á þjálfarana er með eindæmum, en vonandi komast þeir heilir frá ósköpunum. Þeir hafa verið með tíu stykki örvhenta leikmenn í hópnum. Spáið í það, […]

EM-hópurinn valinn

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn fyrir EM í handbolta sem hefst í Svíþjóð þann 25. janúar. Markverðir: Bjarni Frostason, Haukum Guðmundur Hrafnkelsson, Pallamano Conversano Horna- og línumenn: Guðjón Valur Sigurðsson, TUSEM Essen Gústaf Bjarnason, GWD Minden Einar Örn Jónsson, Haukum Sigfús Sigurðsson, Val Róbert Sighvatsson, HSG Düsseldorf Útileikmenn: Aron Kristjánsson, Haukum Dagur Sigurðsson, Wakunaga […]

Ísland-Þýskaland

Landsliðið vann báða leikina við Þjóðverja sem fram fóru í Laugardalshöll um helgina. Lauk báðum leikjum með 28-24 sigri Íslands. Í fyrri leiknum höfðum við tölverða yfirburði en seinni leikurinn var jafnari, þar sem liðin skiptust á að hafa forystu. En í lokin þegar staðan var 24-24 sögðu strákarnir okkar, hingað og ekki lengra og […]

Haukar-KA/Þór

Stelpurnar héldu sigurgöngunni áfram og unnu stórsigur á KA/Þór á Ásvöllum í dag. Þær voru undir 0-1 í byrjun en tóku síðan öll völd á vellinum, komust í 10-3, 16-4 og staðan í hálfleik var 20-6. Stelpurnar okkur réðu seinni hálfleik eins og þeim fyrri, 27-11, 30-15 og leiknum lauk 35-16.