Ísland-Þýskaland

Maður á nú bara ekki orð. Þvílík frammistaða hjá strákunum. Að sigra Þjóðverja örugglega 29-24 er alveg ótrúlegt, hreint stórkostlegur sigur. Ísland er efst í riðlinum, fyrir ofan heimsklassa þjóðirnar Spán og Þjóðverja og heimsmeistara Frakka. Eftir þennan glæsilega sigur er ljóst að Íslendingar eru eitt af fjórum liðum sem spila um Evrópumeistaratitilinn. Við gerum orð Guðmundar Guðmundssonar, þjálfara að orðum okkar “Við erum stolt af því að vera Íslendingar”.
Til hamingju með sigurinn strákar. Þið eru frábærir. Áfram Ísland.

Ísland-Þýskaland

Landsliðið vann báða leikina við Þjóðverja sem fram fóru í Laugardalshöll um helgina. Lauk báðum leikjum með 28-24 sigri Íslands. Í fyrri leiknum höfðum við tölverða yfirburði en seinni leikurinn var jafnari, þar sem liðin skiptust á að hafa forystu. En í lokin þegar staðan var 24-24 sögðu strákarnir okkar, hingað og ekki lengra og skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins.
Þó svo þessir sigrar gefi engin stig á EM eru þeir frábært veganesti til Svíþjóðar og sýna að strákarnir eru á réttri leið og vonandi að leiðin liggi bara uppá við. Áfram Ísland.