Haukarnir 2001

Í árslok er ekki úr vegi að rifja upp nokkra minnisstæða atburði hjá meistaraflokkunum frá árinu sem er að líða. 4-liða úrslit í SS-bikarnum voru í byrjun febrúar. Þar unnu stelpurnar FH og strákarnir Selfoss og komust því bæði liðin í Bikarúrslitaleikina, sem fram fóru í Höllinni þann 17. febrúar. Þar urðu stelpurnar að sætta […]

Fyrirliðarnir

Að vanda fóru fyrirliðar meistaraflokanna fyrir sínum mönnum á árinu og hlutu þau viðurkenningar fyrir. Halldór Ingólfsson, fyrirliði mfl.karla var tilnefndur til Íþróttamanns Hafnarfjarðar. Hann var jafnframt valinn Íþróttamaður Hauka 2001 í árlegu hófi sem haldið var nú á gamlársdag. Harpa Melsteð, fyrirliði mfl.kvenna var valin handknattleikskona ársins af ÍSÍ. Til hamingju bæði tvö.

Haukar-ÍBV mfl.ka.

Haukar unnu öruggan og sannfærandi sigur á ÍBV 36-27. Halldór skorað 9 mörk og Aron 6, aðrir minna. Haukar tóku snemma forystu og í hálfleik var staðan 17-12. Þetta hélst fram undir miðjan síðari hálfleik, þá skiptu Haukar um gír eins og fyrr segir og unnu sannfærandi sigur.

Dómaranámskeið

Handknattleiksdeild Hauka stendur fyrir héraðsdómaranámskeiði í Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum, dagana 4. til 6. okt. n.k. Tímasetning:Fimmtudagur 4. okt. kl. 18.00-21.00Föstudagur 5. okt kl. 18.00-21.00Laugardagur 6. okt. kl. 10.00-16.00Athugið – þetta er fyrsta dómaranámskeiðið sem farið verður yfir og kennt samkvæmt nýju reglum IHF.Áhugasamir vinsamlega skráið ykkur á tölvupósti til handknattleiksdeildar Hauka haukar@haukar.is en námskeiðið […]

Handboltaskóli Hauka 2001

Þá er loksins komið að því aftur! Handboltaskóli Hauka byrjar þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi. Skólinn verður starfræktur í íþróttahúsi Hauka á Ásvöllum og byrjar eins og fyrr segir þriðjudaginn 7. ágúst og stendur námskeiðið yfir til föstudagsins 17. ágúst. Umsjónarmaður skólans er Aron Kristjánsson. Leikur og léttleiki verða í fyrirrúmi en jafnframt því verður lögð áhersla […]

Reykjavík open 2001

Reykjavíkurmótið byrjar á morgun og eru bæði strákarnir og stelpurnar með lið. Strákarnir spila í Austurbergi en stelpurnar í Fjölnishúsinu. Leikir strákanna: 31.ágú 19:00 Haukar – Fjölnir 1.sept 9:00 FH – Haukar Leikir stelpnanna: 31. ágú 21:00 Haukar – ÍBV 1. sept 18:00 Haukar – KA/Þór 2. sept 9:00 ÍR – Haukar 2. sept 13:00 […]

Haukar-ÍBV mfl.ka.

Strákarnir eiga fyrsta heimaleik í deildinni á sunnudaginn kl. 20.00. Taka á móti Eyjapeyjum á Ásvöllum. Allir að mæta.

Haukar „Meistarar meistaranna

Stelpurnar unnu ÍBV 24-19 í leiknum um titilinn “meistari meistaranna” á Ásvöllum í gærkvöldi. Haukar byrjuðu leikinn mjög illa og komst ÍBV yfir 3-7, en þá settur skvísurnar okkar allt í gang, skoruðu átta mörk og komust yfir 11-7. Eftir það var aldrei spurning hver færi með sigur. Til hamingju með fyrstu dollu vetrarins.

Evrópukeppnin

Það sem áður var búið að semja um við Pólverjana um að báðir leikirnir yrðu hér heima dagana 13. og 14. október hefur breyst þannig að fyrri leikurinn verður í Póllandi þann 7. október kl.17.00. Seinni leikurinn verður á Ásvöllum laugardaginn 13. okt. kl. 16.30

SS-Bikarkeppni karla

Fréttatilkynning frá HSÍ. Dregið var í 32-liða úrslitum í SS-Bikarkeppninni í Handboltakvöldi í gær. Áætlað er að leikirnir fari fram miðvikudagin 10.okt. Eftirtalin lið mætast. Víkingur-b – Stjarnan Peran – ÍR-a Höttur – Grótta/KR-a ÍR-b – FH Ármann/Þróttur – ÍBV-a Selfoss – UMFA Fylkir – Víkingur-a Grótta/KR-b – UBK Þau lið sem sitja yfir eru […]