Handboltaskóli Hauka 2001

Þá er loksins komið að því aftur! Handboltaskóli Hauka byrjar þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi. Skólinn verður starfræktur í íþróttahúsi Hauka á Ásvöllum og byrjar eins og fyrr segir þriðjudaginn 7. ágúst og stendur námskeiðið yfir til föstudagsins 17. ágúst.
Umsjónarmaður skólans er Aron Kristjánsson. Leikur og léttleiki verða í fyrirrúmi en jafnframt því verður lögð áhersla á undirstöðuatriði handknattleiksins, t.d. knattmeðferð, mismunandi skotafbrigði, gabbhreyfingar og önnur leikatriði.
Landskunnir handknattleiksmenn og þjálfarar munu koma í heimsókn og kenna ýmsar kúnstir !!!

Innritun fer fram við upphaf námskeiðs.
Byrjendur ka. og kv. 1994 og yngri kl. 10:00 – 11:00
7. flokkur ka. og kv. 1992 til 1994 kl. 11:00 – 12:00
6. flokkur ka. og kv. 1990 og 1991 kl. 13:00 – 14:00
5. flokkur ka. og kv. 1988 og 1989 kl. 14:00 – 15:00
Á lokadegi námskeiðsins verður haldið mót og einnig grillveisla. Verð aðeins 1.500 kr. (Það er veittur 50% systkinaafsláttur)
Allar nánari upplýsingar veitir Aron Kristjánsson í síma 555 2723 eða 847 1349