Evrópuævintýrið

Okkar strákar töpuðu naumt 28-30 fyrir margföldum Evrópumeisturum Barcelona á Ásvöllum í dag. Leikurinn var jafn framan af, og staðan í hálfleik var 16-15 fyrir Hauka. Í byrjun seinni hálfleiks slökuðu okkar menn aðeins á og Börsungar skriðu framúr og náðu mest 6 marka forystu. En Haukastrákar rifu sig aftur af stað og náðu að […]

Grikklandsfréttir

Stelpurnar spiluðu við Búlgaríu núna í kvöld og töpuðu 28-22. Leikurinn var jafn allan tímann nema rétt í restina, þá sigu Búlgörsku dömurnar framúr. Haukastelpur náðu að sýna ágætis leik, þrátt fyrir að morgunæfingin hafi verið á G-streng, þar sem töskurnar skiluðu sér ekki á áfangastað fyrr en seinnipartinn í dag. Á morgun er æfing […]

Hvar eru Barsarnir ??

Við vorum að leggja af stað að sækja þá á völlinn, þegar þeir hringdu og sögðust hafa misst af flugvélinni til Íslands. Sem sagt strandaglópar í London, en samt heppnir því það er kvöldflug frá London í kvöld, svo þeir koma uppúr miðnætti og fara beint á Hótel Loftleiðir. Sem sagt engin æfing á Ásvöllum […]

Skjávarpinn

Viltu auglýsa á 50 fm skjávarpa á leiknum á morgun. Eigum ennþá eitthvað laust pláss. Nánari upplýsingar hjá Andra í 895-5594 eða e-mail webmaster@haukar.is

Haukar-Barcelona

Jæja, nú er alveg að koma að því. Á Ásvöllum kl. 16.30 á morgun hefst stórleikur Hauka og Barcelona frá Spáni. Eins og einn góður Haukamaður sagði, þá er komið að stærstu stundinni til þessa í Evrópuævintýrinu – þegar Haukar slá Barcelona út úr EHF-keppninni !!!!! (það má nú aðeins láta sig dreyma). Barcelona er […]

Skemmtikvöld

Leikmenn mfl., stjórnarmenn, Haukar í Horni og aðrir góðir félagsmenn hyggjast hittast og skemmta sér að hætti Hauka á laugardagskvöldið að Evrópuleik loknum. Gleðin hefst þegar fólk er búið að koma börnunum fyrir og þvo af sér mesta svitan eftir átök dagsins og bæta upp vökvatapið. Aðgangur ókeypis. Skemmtinefndin. Já en … hvar ætlum við […]

Essodeildin UMFA-Haukar

Leik UMFA og Hauka sem vera átti n.k. þriðjudag 20. nóv. hefur verið frestað til miðvikudagsins 21. nóv. kl. 20.00 að Varmá. Eru Haukamenn Aftureldingu og mótanefnd afar þakklátir fyrir tillitssemina.

Barcelona-Haukar í sjónvarpinu

Horfum á Barcelona-Haukar í sjónvarpinu á Ásvöllum á morgun fyrir og eftir Bikarleik mfl.kv. Hauka og FH sem hefst kl. 20.00. Sýnd verður upptaka af leiknum í Barcelona á 2. hæð Ásvalla. Leikurinn allur verður sýndur kl. 18.30 fyrir kvennaleikinn og síðan endurtekinn að leik loknum. Haukamenn fjölmennum og hitum upp fyrir laugardaginn.

Herrakvöld

Herrakvöld handknattleiksdeildar Hauka verður haldið föstudaginn 30. nóvember. Miðaverð aðeins kr. 2.000. Húsið opnar kl. 19.30. Borðhald hefst stundvíslega !!! Nánar síðar.