Haukar.is
Félagið mitt

 
  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð

Haukar - Skallagrímur í kvöld kl. 19:15

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Kári hefur byrjað tímabilið mjög velSkallagrímsmenn með Pétur Ingvarsson í brúnni koma í heimsókn í Schenkerhöllina í kvöld kl. 19:15 og etja kappi við heimamenn í fjórðu umferð Dominosdeildar karla.

Haukastrákarnir hafa byrjað tímabilið og unnið sína fyrstu þrjá leiki nokkuð sannfærandi. Þeir hafa verið að spila á nokkuð mörgum leikmönnum og hefur breiddin verið að skila sterkum sigrum og hafa strákarnir náð að klára andstæðingana í þriðja leikhluta. Leikmenn hafa verið að koma sterkir af bekknum eins og Kristinn Marinósson, Hjálmar Stefánsson, Sigurður Einarsson og Kristján Sverrisson. Kristinn er með 12 stig að meðaltali og 4 fráköst og Hjálmar með 4 stig og 6 fráköst af meðaltali.

Lesa meira...
 

Haukastúlkur heimsækja Smárann

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Þóra hefur fengið aukið hlutverk í veturHaukastúlkur fara í Smárann í kvöld kl. 19:15 og munu etja kapp við Breiðablik.

Haukarnir unnu síðasta leik á móti Hamri nokkuð örugglega þrátt fyrir að stöggla nokkuð í fyrri hálfleik. Búast má við þeim mun ákveðnari í kvöld en Breiðablik hefur verið að spila ágætlega í síðustu leikjum, unnum Hamar örugglega á útivelli og rétt töpuðu síðan fyrir Val í síðasta leik einnig á útivelli.

Með sigri þá halda stelpurnar toppsætinu en þær hafa unnið síðustu þrjá leiki og hafa verið að spila vel og hefur verið góður stígandi í liðinu.

 

Stóra hrossakjötsveislan

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

 

 

 

Haukar - ÍBV í beinni á Hauka TV á morgun

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Hauka TV er komið í fullan gang og verða allir heimaleikir karla og kvenna sýndir beint á Hauka TV í vetur fyrir utan þá sem verða sýndir á RÚV. Við vonumst að sjálfsögðu til að sem flestir komi í Schenkerhöllina en þeir sem komast ekki geta fylgst með leiknum á: tv.haukar.is

Lesa meira...
 

Haukastelpur fara í Digranesið á morgun

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Haukastelpur fara í Kópavoginn á morgun og mæta liði HK í 6. umferð Olísdeildar kvenna en leikurinn hefst kl. 14:00. HK konur sitja í 4. sæti deildarinnar með 6 stig með 3 unna leiki og 2 tapaða. Okkar konur eru sem stendur í 8. sæti með 2 unna leiki en 3 tapaða. Það verður vafalítið hart barist um þessi tvö stig sem eru í boði á morgun og tilvalið er að skella sér í Digranesið og styðja Haukatelpur til sigurs og fara svo beint á Ásvelli þar sem karlaliðið mætir Íslandsmeisturum ÍBV kl. 17:00.

Lesa meira...
 

Íslandsmeistarar ÍBV koma í Schenkerhöllina á morgun

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

8. umferð Olísdeildar karla heldur áfram á morgun og boðið verður upp á stórleik í Schenkerhöllinni þegar lið ÍBV kemur í heimsókn. Þessi lið háðu mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð sem lauk með dramatískum sigri ÍBV á okkar heimavelli. Bæði lið eru nokkuð breytt frá síðustu leiktíð og í árlegum leik meistarar meistaranna, sem leikinn var fyrir mót, höfðu Haukar betur en leikið var í Eyjum.

Lesa meira...
 

Stóra hrossakjötsveislan

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

HaukarStóra hrossakjötsveislan verður föstudaginn 31. október í forsalnum á Ásvöllum.

Ræðumaður kvöldsins verður Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan.

Húsið opnar kl. 19:00

Miðaverð aðeins 4.000 kr. (takmarkaður fjöldi) og miðapantanir á Ásvöllum, í afgreiðslu eða í s: 525-8713 eða á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Allir velkomnir - konur og karlar.

 

Haukar - Fjölnir í kvöld kl. 19:15

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Hjálmar hefur verið að spila vel í byrjun mótsHaukar taka á móti Fjölni í þriðju umferð Dominos deildar í Schenkerhöllinni í kvöld kl. 19:15

Haukarnir geta endurheimt toppsætið með sigri en það yrði þá þriðji sigurleikur liðsins í röð. Strákarnir byrjuðu mjög vel í sínum fyrsta heimaleik á mót Grindavík og unnu þar sannfærandi 20 stiga sigur á Grindvíkingum. Í annarri umferð var farið á mjög erfiðan útivöll, Hólminn, og þar vannst baráttusigur í hörkuleik. Þetta var fyrsti sigurleikur Haukanna í Stykkishólmi síðan 2002 og var kominn tími til

Haukaliðið er skipað ungum og efnilegum leikmönnum í ár og hafa verið að spila hraðan og "áhorfandavænan" bolta og því hvetjum við alla stuðningsmenn að mæta og styðja liðið til sigurs.

Fjölnisliðið hefur tapað báðum leikjum sínum í upphafi móts en þeir hafa á að skipa ungu liði sem getur bitið vel frá sér og því þurfa Haukarnir að mæta grimmir og vel stemmdir til leiks.

Lesa meira...
 

Körfuboltabúningar yngri flokka

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Haukar

Errea búningarnir koma í hús á morgun. 

Iðkendur sem keyptu körfuboltabúninga frá Errea á söludeginum verða til afhendingar á Ásvöllum á morgun, föstudaginn 24. október í hádeginu og fyrir leik hjá mfl. karla á móti Fjölni kl. 18:00 - 19:15.

 

 

Þriðji sigurinn í röð

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Haukastúlkur lönduðu sínum þriðja sigri í röð í kvöld er þær tóku á móti Hamri í kvöld en lokatölur leiksins voru 69-53.

Lesa meira...
 
Borði

Vefpóstur

Nafn:
Lykilorð:

Leikir vikunnar

Mánudagurinn 27. okt.
4. fl. kk. HKR - Haukar kl. 20:30
Utandeild kk. handb. HK - Haukar kl. 21:40

Þriðjudagurinn 28. okt.

Miðvikudagurinn 29. okt.
Dominos deild kv. Breiðablik - Haukar kl. 19:15
4. fl. kv. Haukar2 - ÍR kl. 16:20

Fimmtudagurinn 30. okt.
Dominos deild kk. Haukar - Skallagrímur kl. 19:15

Föstudagurinn 31. okt.
3. fl. kv. Haukar2 - Víkingur kl. 20:15
B lið karfa bikar Reynir S. - Haukar B kl. 19:00

Laugardagurinn 1. nóv.
Olís deild kv. Haukar - Stjarnan kl. 16:00
4. fl. kv. HA/Þór - Haukar1 kl. 16:00
Stúlknafl. Keflavík - Haukar kl. 16:30

Sunnudagurinn 2. nóv.
3. fl. kv. Fram2 - Haukar2 kl. 11:00
3. fl. kv. Fram1 - Haukar1 kl. 12:30
4. fl. kv. KR - Haukar2 kl. 17:00
11. fl. drengja Haukar - Snæfell kl. 14:15

 
Molar

Á félagsfundi í Haukum i ársbyrjun 1932 var samþykkt að félagið óskaði eftir aðild að ÍSI.  Félagið var skömmu síðar samþykkt sem fullgildur aðili að ÍSÍ.  (Heimild: Haukar í 60 ár, bls. 7)

samstarfsadilar

Borði