Haukar.is
Félagið mitt

 
  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð

Haukar þurfa að fara í langt ferðalag í Evrópukeppninni

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Adam þarf að fara í langt ferðalag í EvrópukeppninniMfl. kk. í handbolta fékk engann draumadrátt í fyrstu umferð EHF keppninnar.

Haukar þurfa að fara í langt ferðalag en þeir drógust á móti Dynamo Astrakahn sem staðsett er við Kaspíahafið, við landamæri Kasakstan.

Ef þetta er fært inn á Google maps þá tekur ferðalagið í flugi frá Reykjavík (beint flug) alls 15 klst. og 20 mín. og því ljóst að um gríðarlegt ferðalag er að ræða.

Haukar drógust fyrr upp og eiga því heimaleikinn á undan.

 

Mikilvægur heimaleikur á fimmtudaginn

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Hafþór hefur spilað alla 12 leiki sumarsinsMfl. kk. mun spila mikilvægan heimaleik á fimmtudaginn kl. 20:00 á móti HK.

Haukar sitja í 8-9 sæti með 14 stig. Með sigri geta strákarnir komið sér upp töfluna og slitið sig frá fallbaráttunni og því er gríðarlega mikilvægt fyrir Haukafólk að mæta og hvetja liðið áfram til sigurs.

Haukarnir spiluðu útileikinn við HK þann 16. maí og endaði sá leikur með 1 - 1 jafntefli. 

 

Dregið í Evrópukeppninni í handbolta í fyrramálið

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Haukar

Mfl. karla í handbolta tekur þátt í Evrópukeppni í ár eins og mörg undanfarin ár. Spilað er í EHF keppninni eins og í fyrra.  ÍBV þátt í þessari keppni í ár líka. 

Dregið er á morgun, kl. 09:00 að íslenskum tíma í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg. Hægt er að horfa á dráttinn á netinu í gegnum heimasíðu EHF.  Hlekkur á dráttinn er eftirfarandi:
http://www.eurohandball.com/article/19999

Spennandi verður að sjá hvaða lið Haukar fá í fyrstu umferð en stysta ferðlagið er til félaga okkar í Eyjum, en það lengsta er sjálfsagt að fara til fáum Dynamo Astrakahn í Rússlandi. Nú er bara að krossleggja fingur og vona það besta.

Fyrsta umferð fer fram helgarnar 6-7 og 13-14 september, þannig að það styttist í að handboltavertíðin hefjist. Strákarnir okkar hófu æfingar fyrir komandi átök í síðustu viku.

 Liðin sem við getum fengið:

 

Lesa meira...
 

Íþróttaleikskólinn fyrir börn 2-5 ára

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Íþróttaskólinn er á fullu Íþróttaleikskólinn fyrir börn 2-5 ára hófst í byrjun vikunnar hjá okkur og hefur gengið ótrúlega vel. Mikil ánægja er á meðal barnanna, foreldra þeirra og starfsmanna námskeiðisins. Vikan hefur verið mjög fjölbreytt og eitthvað við allra hæfi og má þar nefna þrautabraut, boltaþrautir, leiki o.fl.
Skráning fyrir næstu og þar næstu viku er þegar hafin hér inn á haukar.is en einnig er hægt að koma við á Ásvöllum milli 8-12 alla virka daga til að skrá sig.

Lesa meira...
 

Nýr leikmaður til meistaraflokks kvenna

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Halldór Harri og Madalina Puscas Nú í dag var gengið frá samningi til eins árs við markvörð frá Rúmeníu, Madalina Puscas, sem er 22 ára og var þriðji markmaður í meistaraliði H.C.M Baia Mare í Rúmeníu.

Madalina er mjög spennt fyrir nýjum áskorunum á Íslandi og mun án efa styrkja hið unga og efnilega lið Hauka á komandi tímabili sem sýndi mikinn stíganda í sínum leik í vetur og lék meðal annars í Final 4 í bikarnum í Laugadalshöll. Við bjóðum Madalinu velkomna í Haukafjölskylduna en hún fer nú af landi brott og kemur aftur alkomin um miðjan ágúst.

Lesa meira...
 

Stórleikur á Ásvöllum í kvöld

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Hilmar Rafn hefur verið drjúgur í sumar

Haukar taka á móti ÍA á Ásvöllum á í kvöld og hefst leikurinn kl. 20.00.

Strákarnir okkar sigruðu Selfoss á útivelli í síðustu umferð þar sem Hilmar Rafn og Matti Guðmunds skoruðu mörkin. Haukar voru sterkari í leiknum og sýndu flotta spilamennsku.

Strákarnir eru staðráðnir í að fylgja eftir þessum góða sigri en stuðningur Haukafólks er gríðarlega mikilvægur, sérstaklega þar sem búast má við fjölmenni ofan af Skaga.

Liðið er sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 14 stig en Skaginn, sem er í öðru sæti með 18 stig, tapaði fyrir KV í síðustu umferð á heimavelli 0 - 1.

Miðað við stöðuna í deildinni má búast við mikilli spennu fram á síðustu umferð mótsins. Okkar menn hafa verið á góðu skriði í síðustu leikjum, fyrir utan smá skell gegn KA, og þurfa stuðning alls Haukafólks.

Lesa meira...
 

Strákar í 5. flokki Hauka á N1 mótinu

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

5. fl. Hauka D lið vann bikar á mótinuÞað voru 42 strákar úr 5. flokki Hauka sem tóku þátt í N1 mótinu sem fram fór á Akureyri dagana 2. – 5. júlí sl. Haukar voru þar með 5 lið A, C, D, E og F.

Gist var í Lundaskóla sem er við hliðina á völlunum og kom það sér vel þar sem rigning setti svip sinn á mótið og þá sérstaklega síðasta daginn þar sem allt fór á flot á svæðinu.
Það var því úr vöndu að ráða fyrir forráðamenn N1 mótsins því vellirnir voru margir óleikfærir síðasta daginn. Niðurstaðan var að leika aðeins um 10 fyrstu sætin og færa alla leikina á gervigrasið. Mótið fékk því heldur snöggann endi hjá nokkrum strákum.

Hins vegar voru 2 lið að spila til úrslita og fór það svo á endanum að Haukar stóðu uppi sem sigurvegarar í 2 liðum því D og E liðin unnu sínar deildir.

Lesa meira...
 

Vel heppnuð sumarferð Öldungaráðs

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Vel heppnuð sumarferð Öldungaráðs

Það voru þreyttir en ánægðir ferðalangar sem stigu út úr rútunni hér á Ásvöllum seint miðvikudagskvöldið 11. júní.

Að baki var ánægjulegur dagur þar sem dvalið hafði verið  í Hraunsnefi í Borgarfirði. Þar hafði 30 manna hópur Öldungaráðs eytt deginum í hinum glæsilegu húsakynnum Haukamannsins Jóhanns Harðarsonar sem rekur þar rómaða ferðaþjónustu.

Það var sungið, dansað og spilað, og ekki má gleyma öllum gómsætu réttunum sem  hjónin í Hraunsnefi töfruðu fram.

 

 

4. flokkur fór í æfingaferð til Danmerkur

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Hópmynd af 4. flokknum sem fór til Danmerkur

4 flokkur karla hjá Haukum skrapp í 8 daga æfiningaferð til Vilbjerg í Danmörku 7-14. júní. 

Stákarnir æfðu 1 - 2x alla dagana auk þess sem þeir spiluðu æfingaleiki við heimamenn.  Inn á milli voru haldnir fræðslufundir, farið í Djurs Sommerland skemmtigarðinn, verlsunarferð til Herning, gönguferðir, haldnar kvöldvökur, farið í kirkju og margt fleira. 

Aðbúnaður og umgjörð var til fyrirmyndar.  Strákarnir skemmtu sér konunglega og stóðu sig vel.  Þeir munu geyma þessa ferð í minni sínu lengi.  Danskan alla vega þvældist ekki fyrir þeim í verlsunarferðinni :)

 

7. flokkur Hauka á Norðurálsmótinu

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Norðurálsmóts 7. flokks drengja7.flokkur Hauka fór á Norðurálsmótið á Akranesi sem haldið var helgina 20-22 júní.

Það voru 52 strákar sem tóku þátt og var 7. flokkurinn með 6 lið A.B.C.D.E.OG .F lið.

Óhætt er að segja að drengirnir hafi verið Haukumog Hafnfirðingum til mikils sóma bæði innanvallar sem utan og komu strákarnir heim með sigurverðlaun í flokki A og E liða sem er glæsilegur árangur og má segja að framtíðin sé björt hjá Haukum

Það sem stendur upp úr er sú gleði sem svona samvera skilur eftir sig hjá krökkunum og sú ótrúlega jákvæðni sem fylgdi hópnum.

 
Borði
No images

Vefpóstur

Nafn:
Lykilorð:

Leikir vikunnar

Þriðjudagurinn 22. júlí
3. fl. kk. B Víkingur R. - Haukar kl. 18:00
3. fl. kk. B-lið B Víkingur R. - Haukar kl. 19:45

Miðvikudagurinn 23. júlí
2. fl. kk. A valur - Haukar kl. 18:00
2. fl. kk. B-lið A Valur - Haukar kl. 19:45

Fimmtudagurinn 24. júlí
1. deild kk. Haukar - HK kl. 20:00

Sunnudagurinn 27. júlí
2. fl. kv. HK/Víkingur - Haukar kl. 16:30
Molar

Í sögu Hafnarfjarðar, sem Sigurður Skúlason, magister skrifaði, og kom út árið 1932, er minnst á öll þau íþróttafélög sem höfðu starfað og voru starfandi í bænum á þeim tíma.  Þar á meðal eru Haukar nefndir til sögunnar sem yngsta íþróttafélagið í bænum.  Fimleikafélag Hafnarfjarðar er ekki nefnt á nafn í þessari samantekt sem vekur upp spurningar hvort Haukar séu ekki í raun réttri elsta starfandi íþróttafélag í Hafnarfirði. 

samstarfsadilar

Borði