Haukar.is
Félagið mitt

 
  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð

Haukar - KV á Þriðjudag kl 19

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Haukar

Strákarnir okkur hafa verið óheppnir að fá ekkert út úr síðustu tveimur leikjum á móti Leikni og BÍ/Bolungarvík.
Nú er svo komið að liðið er aftur komið í fallbaráttuna.

Á þriðjudag kemur KV í heimsókn.
Þeir sitja í 11 sæti en eru aðeins 3 stigum á eftir okkar mönnum.
Nú skiptir gífurlega miklu máli að allt Haukafólk sýni stuðning sinn í verki og mæti á leikinn til að styðja við bakið á strákunum okkar.
Lesa meira...
 

U-18 ára landslið karla tekur þátt í lokakeppni EM í Póllandi

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Grétar Ari GuðjónssonLeonharð HarðarsonÍslenska U-18 ára landslið karla hélt í gær til Gdansk í Póllands þar sem það mun taka þátt í lokakeppni EM í handknattleik. Liðið vann sér þáttökurétt í lokakeppninni með því að ná öðru sæti í sínum riðli í forkeppninni sem fram fór í Svíþjóð í janúar.
Ísland hefur leik í keppninni í dag kl. 17 að íslenskum tíma, þegar það mætir liði Serbíu.
Haukar eiga tvo fulltrúa í þessu flotta liði en það eru þeir Grétar Ari Guðjónsson markvörður og Leonharð Harðarson hægri skytta.

Leikir liðsins eru sem hér segir:

Lesa meira...
 

Haukastúlkur Vildbjerg-cup meistarar

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Það voru hressar og spenntar Haukastelpur sem lögðu land undir fót og héldu á vit ævintýranna undir lok júlímánaðar. Ferðinni var heitið til Danmerkur til að taka þátt í fjölmennu, alþjóðlegu knattspyrnumóti í íþróttabænum Vildbjerg á Jótlandi. Haukar tefldu fram tveimur liðum á mótinu, U-15 ára liði og U-17 ára liði. Bæði lið stóðu sig mjög vel í heildina. 

Lesa meira...
 

Haukastelpur á Símamóti

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Símamótið sem fór fram á dögunum er jafnan einn af stærstu knattspyrnuviðburðum ársins hér á landi.
Haukar tefldu fram liðum í öllum aldurshópum nú sem endranær, þar af þremur liðum í 5.flokki.
Öll liðin stóðu sig með prýði, léku skemmtilegan fótbolta og umfram allt, skemmtu sér konunglega.
A lið 5.flokks gerði sér lítið fyrir og sigraði alla sína leiki á mótinu en hlutkesti þurfti þó til að skera úr um sigurvegara í úrslitaleiknum gegn vinum okkar í FH.

Lesa meira...
 

Haukastrákar á Ólympíuleikum ungmenna

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Kristinn Pétursson og Karl Viðar Magnússon Eldsnemma í morgun héldu Haukastrákarnir Karl Viðar Magnússon og Kristinn Pétursson áleiðis til Nanjing í Kína til að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum ungmenna 2014. Karl og Kristinn hafa náð þeim frábæra árangri að vera valdir í U-15 ára landslið Íslands í fótbolta. 204 þjóðir taka þátt í leikunum, keppt er í 222 greinum og fjöldi keppenda er um 3.800 ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Í fótboltakeppni Ólympíuleikanna er eitt lið frá hverri heimasálfu og eru leikmenn liðanna allir fæddir árið 1999.

Lesa meira...
 

Haukar – Leiknir klukkan 20 í kvöld.

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Haukar

Strákarnir í meistaraflokki hafa unnið tvo síðustu leikina í deildinni, þann síðasta 5-0 á móti Tindastól og eru með því búnir að koma sér úr fallbaráttunni. 
Þetta er hins vegar jöfn deild og eru ekki mörg stig sem skilja að efstu liðin og þau í neðri hlutanum. 

Nú í kvöld kemur topplið Leiknis í heimsókn og hafa strákarnir tækifæri til að sýna að þeir eiga heima í efri helmingi 1.deildar.

Lesa meira...
 

Afrekslína Hauka 2014-15

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

HaukarNú er allra síðast möguleikinn til þess að sækja um á Afrekslínu Hauka fyrir næsta vetur. Seinni frestur fyrir umsóknir er frá 1.-10. ágúst. 

Afreksskóli Hauka er fyrir 1999-2001 módel. Afrekssvið Flensborgar er fyrir 1998 módel og eldri.

Umsóknareyðublað:

https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?usp=drive_web&formkey=dDNlQV9hZ2NaOEZqNVMzQWtTNFRZS3c6MA#gid=0

Lesa meira...
 

Golfmót Hauka 2014

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

HaukarHaukamótið 2014 verður haldið á Hvaleyrarvellinum föstudaginn 12. september n.k.

Keppt er um Baddaskjöldinn í höggleik án forgjafar. Keppt er um Rauða Jakkann, og einnig titilinn Öldungameistari Hauka til minningar um Ólaf H. Ólafsson, í punktakeppni.

Hámarksforgjöf kvenna og karla er 28 og er aldurstakmarkið 18 ár. Konur leika af rauðum teigum en karlar af gulum. Nándarverðlaun verða veitt  á par 3 brautum vallarins og fyrir annað högg á 18. braut.

Þátttökugjald er 5.000 krónur og verður verðlaunaafhending kl. 20:00 í Golfskálanum. Dregið verður úr skorkortum þeirra sem ekki hljóta verðlaun í mótinu.

Haukafélagar sem ekki taka þátt í mótinu eru hvattir til að mæta við verðlaunaafhendinguna, njóta góðra veitinga, auk hins fallega útsýnis sem Golfskáli Keilis býður upp á.

Lesa meira...
 

Mikilvægur heimaleikur hjá stelpunum í kvöld

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Eydís stóð sig vel í síðasta leik eins og allt liðiðHaukastelpurnar taka á móti toppliði Fjölnis í kvöld kl. 20:00 á Schenkervellinum.

Haukarnir sitja í 4 sæti og með sigri þá fara þær á fullt í toppbaráttunu. Leikurinn er því gríðarlega mikilvægur fyrir stelpurnar okkar og er nauðsynlegt fyrir þær að vinna til að ætla sér að eiga möguleika á sæti í Pepsí deildinni að ári.

Mikilvægt er að mæta í blíðskaparveðri á Ásvelli og styðja stelpurnar í toppbaráttunni.

 

Haukar sækja Sauðkrækinga heim í kvöld

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Andri skoraði síðasta mark Hauka á móti HKMfl. karla í knattspyrnu fer norður á Sauðárkrók í kvöld og mun etja kappi við Tindastól kl. 20:00

Haukur unnu HK örugglega í síðasta leik, 4 - 1 og spiluðu mjög vel í þeim leik. Strákarnir eru ákveðnir í því að halda áfram á sigurbraut og koma heim með þau þrjú stig sem í boði eru. Haukar sitja í 7-8 sæti í deildinni og geta með sigri nálgast toppliðin og náð að slíta sig vel frá botninum.

Tindastóll situr á botni deildarinnar með þrjú stig eftir þrjá jafnteflisleiki og þar af var einn af þeim leikjum á móti Haukum og eru Haukastrákarnir ólmir í að bæta fyrir þann leik.

Við hvetjum alla Haukamenn sem eru á faraldsfæti fyrir norðan að mæta á leikinn í kvöld.

 
Borði
No images

Vefpóstur

Nafn:
Lykilorð:

Leikir vikunnar

Þriðjudagurinn 5. ágúst
3. fl. kk. bikar Haukar - ÍBV kl. 17:00

Fimmtudagurinn 7. ágúst
5. fl. kvenna A, B og C lið kl. 15:00 og 15:50 Valur - Haukar
3. fl. kvenna Þróttur R. - Haukar

Föstudagurinn 8. ágúst
1. deild kk. Haukar - Leiknir R. kl. 19:00
1. deild kv. Grindavík - Haukar kl. 19:15

Laugardagurinn 9. ágúst
2. fl. kk. A lið Fjölnir - Haukar kl. 16:00
2. fl. kk. B lið Fjölnir - Haukar kl. 18:00

Sunnudagurinn 10. ágúst
3. fl. kk. A lið Haukar - ÍA kl. 12:00
3. fl. kk. B lið Haukar - ÍA kl. 13:45
4. fl. kk. A lið Haukar - Grindavík kl. 16:00

 
Molar

Haukar voru stofnaðir 12. apríl 1931.

samstarfsadilar

Borði