Haukar.is
Félagið mitt

 
  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð

Giedrius valinn í landsliðshóp Litháen

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Hinn magnaði markvörður Hauka, Giedrius Morkunas er kominn í landsliðshóp LitháenHandboltasamband Litháen hefur kallað Giedrius Morkunas inn í  landsliðshóp Litháen. Giedrius hefur staðið sig mjög vel í marki Hauka sem greinilega hefur vakið áhuga landsliðsþjálfara Litháen og mun Giedrius spila með liðinu á sterku alþjóðlegu móti sem haldið verður í Kaunas í Litháen í lok maí. Í framhaldinu spilar landslið Litháen tvo leiki við Rússa um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Qatar 2015. Litháen byrjar á útileik 7. júní og eiga svo heimaleik þann 16.

Lesa meira...
 

Afmælishlaup Hauka ....alger metþátttaka!

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Þátttakendur í afmælishlaupinuAfmælisdagurinn 12. apríl rann upp sólríkur og fagur, eins og afmælisdagar eiga að vera.
Félagið fagnaði 83 ára afmæli að þessu sinni. Ungt og ferskt félag en um leið félag hokið af reynslu og dásamlegum félögum.
Skokkhópur Hauka hafði að venju veg og vanda að afmælishlaupi, þar sem öllum aldurshópum var boðið að hlaupa, sér og öðrum til gleði og ánægju. 

Lesa meira...
 

Ívar þjálfar báða mfl. félagsins á næsta ári

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Ívar þjálfar báða mfl. félagsins næsta tímabilKörfuknattleiksdeild Hauka hefur ráðið Ívar Ásgrímsson sem þjálfara beggja meistaraflokka félagsins og mun hann stýra kvenna - og karlaliðum Hauka næstu 2 árin. Ívar þjálfaði mfl. karla hjá Haukum í vetur með frábærum árangri og tók nýlega við kvennalandsliði Íslands fyrir verkefni liðsins sem fyrir liggja í sumar. Það er mikill fengur fyrir körfuknattleiksdeild Hauka að fá þennan reynslumikla þjálfara til að stýra báðum meistaraflokkum félagsins en Ívar hefur gríðarlega mikla reynslu af þjálfun bæði karla - og kvennaliða.

Lesa meira...
 

Sigur í lokaleik deildarinnar

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Grétar Ari Guðjónsson fór á kostum í markinu í gær og varði alls 18 skot Meistaraflokkur karla lék í gær sinn síðasta leik í Olísdeildinni þetta árið. Leikið var gegn Eyjamönnum í leik sem skipti litlu sem engu máli öðru en bara að spila upp á stoltið þar sem leikurinn gat engin áhrif haft á stöðu liðanna í deildinni. Haukar mættu til leiks með nokkuð breytt lið frá því í vetur en Jón Þorbjörn, Elías Már og Adam Haukur voru ekki með, ýmist vegna meiðsla eða bara vegna þess að yngri leikmenn fengu tækifærið  í þeirra stað. Það var til þess að tveir leikmenn, sem ekki höfðu spilað marga leiki í vetur, voru í byrjunarliðinu en það voru þeir Arnar Ingi Guðmundsson í hægra horninu og Grétar Ari Guðjónsson í markinu.

Lesa meira...
 

4. flokkur karla, yngra ár, deildarmeistarar

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Efsta röð frá vinstri: Elías Már (þjálfari), Alexander, Hjörtur, Bjartur, Darri, Viktor, Óli, Jóhann Ingi (markmannsþjálfari). Neðri röð frá vinstri: Kristinn, Karl, Gunnar, Orri, Kirstófer, Friðrik. Neðsta röð frá vinstri: Tómas og Andri.4. flokkur karla, yngra ár, spilaði í dag við ÍR og með sigri gátu þeir tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Það er skemmst frá því að segja að strákarnir mættu tilbúnir í leikinn og lönduðu öruggum sigri 23 - 18, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13 - 8. Það er gaman að sjá hvað það er góður efniviður í grasrótarstarfi félagsins og við hæfi að þessir ungu Haukamenn hafi orðið deildarmeistarar á 83. afmælisdegi félagsins. Þjálfari liðsins er Elías Már Halldórsson.

Lesa meira...
 

Haukar deildarmeistarar í Olísdeild karla 2014

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Glaðir og reifir Haukamenn að fagna því að hafa unnið OlísdeildinaÍ kvöld var leikin næst síðasta umferð Olísdeildar karla og fengu Haukar lið Akureyrar í heimsókn. Leikurinn hafði mikla þýðingu fyrir bæði lið en með sigri eða jafntefli gátu Haukar tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Olísdeildinni og Akureyri vantaði sárlega stig til að hífa sig upp úr 7. sæti deildarinnar og freista þess að losna við umspil um falll í 1. deild. Leikurinn bar þess merki að mikið var undir. Leikmönn beggja liða börðust vel í vörninni og báðum liðum gekk illa að skora í sókninni. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en eftir rúmar 8 mínútur og þegar 16. mínútur voru liðnar var staðan 2 - 5. En Haukar náðu aðeins að vakna sóknarlega og snúa þessari stöðu sér í vil en þegar gengið var til hálfleiks var staðan 11 - 10. Áhorfendur vonuðust eftir betri sóknarbolta í seinni hálfleik en sú varð ekki raunin. Bæði lið héldu áfram að sýna frábæra baráttu í vörninni en áttu í mesta basli með að skora.

Lesa meira...
 

Körfuboltabúðir í dymbilvikunni

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Körfuboltabúðir verða dagana 14-16 apríl

Körfuboltabúðir Hauka verða í dymbilvikunni, frá mánud. 14. apríl – miðvikud. 16. apríl Frá kl. 13:00 – 16:00 alla þrjá dagana.  Fyrir alla krakka í 1 – 6 bekk.
Yfirþjálfarar verða Ívar Ásgrímsson, þjálfari mfl. kk. hjá Haukum og landsliðsþjálfari mfl. kvenna og Pétur Ingvarsson fyrrum þjálfari mfl. kk. hjá Haukum og þjálfari yngri flokka félagsins.

Leikmenn mfl. kvenna og karla verða að aðstoða og leiðbeina á æfingum.
Verð kr. 3.500. Systkyna afsláttur – (annað barn 50% og þriðja barn frítt).
Gengið frá greiðslu við innritun.
Muna að koma með hollt og gott nesti.

Lesa meira...
 

Handboltabúðir í dymbilvikunni

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Handboltabúðir verða 14-17 aprílHandboltabúðir verða haldnar dagana 14. -17. apríl (mánud. - fimmtud.) fyrir alla krakka í 1 - 6 bekk.
Yfirþjálfarar verða þeir Gísli Rúnar Guðmundsson og Jóhann Ingi Guðmundsson og með þeim verða leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem munu sjá um þjálfun og leiðbeiningar.
Dagskráin er frá kl. 9:00 - 12:00 alla daga og það verður barnagæsla á milli kl. 8:00 - 9:00 alla dagana, fyrir þá sem það þurfa.
Verðið er krónur 5.000,- en veittur er 50% systkinaafsláttur af 2. barni og frítt fyrir 3. barn.

Lesa meira...
 

Tveir leikir hjá mfl. í knattspyrnu á laugardaginn

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Sigurbjörn er þjálfari mfl. kk.Stór dagur verður á afmælisdegi Hauka þann 12. apríl því báðir meistaraflokkar félagsins eiga heimaleik þennan dag.

Meistaraflokkur kvenna byrjar að spila kl. 13:30 og svo strax á eftir á meistaraflokkur karla leik við ÍBV og hefst sá leikur kl. 15:30.

Haukar halda daginn hátíðlegan að venju og er boðið uppá kaffi í anddyri íþróttahússins og því kjörið tækifæri til að mæta og styðja okkar lið áfram í baráttunni og fá sér kaffi og með því í leiðinni. Þetta er líka kjörið tækifæri til að sjá liðin því nú styttist í fyrsta leik hjá báðum liðum í Íslandsmótinu.

Fyrr um daginn, kl. 10:00, mun 3. flokkur kvenna spila við ÍBV og auðvitað hvetjum við alla til að mæta á þann leik líka.

Áfram Haukar. 

 

Afmæliskaffi 12. apríl

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Haukar

Fyrir 83 árum komu 13 ungir piltar saman í húsi KFUM í Hafnarfirði  og stofnuðu Knattspyrnufélagið Hauka.  Á löngum tíma hefur félagið gengið gegnum súrt og sætt. Í dag er félagið eitt af öflugustu íþróttafélögum landsins  með fjölda iðkenda og býr að einni bestu  aðstöðu til íþróttaiðkunar úti sem inni.  

Laugardaginn 12. apríl býður aðalstjórn félagsins til afmælisveislu frá kl. 14 til 15 þar sem boðnar verða   léttar veitingar. Haukafélagar og velunnarar  eru hvattir til að mæta  og gleðjast saman á þessum merka degi.

 

 
Borði

Vefpóstur

Nafn:
Lykilorð:

Leikir vikunnar

Mánudagurinn 7. apríl.
Stúlknafl. Haukar - Njarðvík kl. 18:10
3. fl. kv. Haukar2 - Fylkir2

Þriðjudagurinn 8. apríl
Olís deild kv. úrslitakeppni leikur II. Haukar - Valur kl. 19:30
3. fl. kv. Stjarnan - Haukar2 kl. 19:15

Miðvikudagurinn 9. apríl
4. fl. kv. Haukar - Afturelding kl. 21:00
3. fl. kk. Haukar1 - HK1 kl. 21:00 Strandgata
3. fl. kk. Haukar2 - Valur2 kl. 21:40 Strandgata

Fimmtudagurinn 10. apríl
Olís deild kk. Haukar - Akureyri kl. 19:30
4. fl kk. Haukar1 - ÍR1 kl. 21:00

Föstudagurinn 11. apríl
3. fl. kv. Haukar1 - FH kl. 20:00
3. fl. kk. Haukar2 - Þróttur2 kl. 21:45 Strandgata
2. fl. kv. ÍBV - Haukar knattsp. kl. 21:00 Kórinn

Laugardagurinn 12.  apríl
4. fl. kk. haukar1 - ÍR1 kl. 12:30
3. fl. kk. Grótta1 - Haukar1 kl. 13:30
2. fl. kk. Grótta - Haukar kl. 15:15
4. fl. kk. Haukar3 - ÍR2
Lengjubikar kk. Haukar - ÍBV kl. 15:30 knattsp.
Lengjubikar kv. Haukar - Grindavík kl. 13:30 knattsp.
2. fl. kk. A lið Haukar - FH knattsp.
2. fl. kk. B lið Haukar - FH knattsp
.

Sunnudagurinn 13. apríl
4. fl. kv.Y HK1 - Haukar kl. 12:30
4. fl. ka. Haukar2 - KA2 kl. 14:00Molar

Í sögu Hafnarfjarðar, sem Sigurður Skúlason, magister skrifaði, og kom út árið 1932, er minnst á öll þau íþróttafélög sem höfðu starfað og voru starfandi í bænum á þeim tíma.  Þar á meðal eru Haukar nefndir til sögunnar sem yngsta íþróttafélagið í bænum.  Fimleikafélag Hafnarfjarðar er ekki nefnt á nafn í þessari samantekt sem vekur upp spurningar hvort Haukar séu ekki í raun réttri elsta starfandi íþróttafélag í Hafnarfirði. 

samstarfsadilar

Borði