Haukar.is
Félagið mitt

 
  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð

Haukar - Afturelding í Olísdeild karla á morgun

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Á morgun spila strákarnir í handboltanum sinn síðasta leik fyrir jól og síðasta leik fyrir leikjahlé á mótinu vegna HM í Quatar. Mótherjar okkar eru lið Aftureldingar og hefst leikurinn kl. 19:30.
Eftir 15 umferðir er uppskeran 12 stig og jafnt strákarnir sem og áhangendur hefðu gjarnan viljað sjá fleiri stig. Liðið hefur ekki náð þeim stöðugleika sem það hefur haft og eru ástæður þess eflaust margar. Ein er að liðið er töluvert breytt frá síðasta tímabili og einnig hafa meiðsli lykilmanna sett strik í reikninginn. En við hjá Haukum erum vön að styðja við bakið á okkar leikmönnum í meðbyr og mótlæti og á því verður engin breyting. Við mætum því með bros á vör í Schenkerhöllina á morgun og látum vel í okkur heyra og klárum þennna síðasta leik fyrir jól með sigri.

Lesa meira...
 

Tilkynning - æfingar hjá byrjendaflokkum falla niður

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

HaukarÆfingar hjá byrjendaflokkum félagsins í körfu og handbolta falla niður í dag, þriðjudaginn 16. des., vegna veðurs og ófærðar.

Byrjendaflokkur í körfu á að vera með æfingu í Hraunvallaskóla en Handboltinn í Schenkerhöllinni.

 

Haukar heimsækja topplið Vals í Olísdeildinni á morgun

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...
 

Haukar eiga 5 fulltrúa í U-15 ára landsliðsúrtaki kvenna

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Alexandra J, Wiktoría og Alexendra Líf. Á myndina vantar Bertu Rut og Katrínu HönnuFyrir helgi var valið U-15 ára landsliðsúrtak HSÍ og eiga Haukar 5 fulltrúa í hópnum en það eru þær:
Alexandra Jóhannsdóttir, Alexandra Líf Arnardóttir, Berta Rut Harðardóttir, Katrín Hanna Hauksdóttir og Wiktoria Elzbieta Piekarska.
Þessar stelpur eru hluti af sigursælu liði Hauka í 2000 árgangi kvenna en liðið er ríkjandi Íslandsmeistari í sínum aldurshópi.
Við óskum þessum flottu stelpum til hamingju með að hafa verið valdar og óskum þeim og landsliðinu góðs gengis í þeim verkefnum sem framundan eru.
Smellið hér til að sjá fréttina af heimasíðu HSÍ.

Lesa meira...
 

Leikjaskóli barnanna - Síðasti tími fyrir jól

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Laugardaginn 13. des. verður jólatími í leikjaskólanum

Síðasti tíminn fyrir jólafrí verður næstkomandi laugardag, þann 13. des., og verður það jafnfram jólatími.

Yngri hópurinn mætir kl. 9:30 en eldri hópurinn en eldri hópurinn mætir kl. 10:00 (gott að ver mætt örlítið fyrr). Hóparnir sameinast og jólasveinninn kemur í heimsókn. Í lok beggja tímanna verður svo hópunum boðið uppá vöfllur og drykki.

Hlökkum til að sjá alla krakkana og foreldra hressa í síðasta tímanum fyrir jólin.

 

 

Fjarðarkaup býður þér á Haukar - Tindastóll

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Suðkrækingar koma í heimsókn í Schenker-höllina í kvöld þegar Haukar og spútniklið Tindastóls takast á í Domino's deild karla. Um sannkallaðan toppslag er að ræða en liðin sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stólarnir hafa farið vel af stað í deildinni í vetur og aðeins tapað einum leik í deildinni en liðið kom upp í Úrvalsdeild á ný fyrir leiktíðina. 

Haukar fóru vel af stað og unnu fyrstu fjóra leiki sína en þá kom örlítill lægð í liðið og næstu þrír leikir þar á eftir töpuðust. Liðið hefur hins vegar sigrað síðustu tvo og eru komnir aftur á sigurbraut og halda henni vonandi áfram í kvöld. Leikur kvöldsins hefst kl. 19:15 en frá 18:30 verður grillið heitt og hægt að grípa sér rjúkandi borgara.

Lesa meira...
 

Kirkjuhlaup Skokkhóps Hauka

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Hópurinn frá því í fyrraVIÐ SKOKKUM Í FRIÐI OG SPEKT - ALLIR VELKOMNIR

Kirkjuhlaup í Hafnarfirði ANNAN í jólum.

Skokkhópur Hauka býður öllum í Kirkjuhlaup.
Við hittumst tímanlega við Ástjarnarkirkju en leggjum af stað í hlaupið kl. 10:30.
Í fyrra skokkuðu um 80 ferskir hlauparar með okkur alls staðar að.
Þetta er ekkert keppnis, heldur bara til að njóta. Hlaupinn verður ca 14 km hringur og komið við hjá helstu kirkjum og kapellum Hafnarfjarðar.

Lesa meira...
 

Haukar - Breiðablik í kvöld kl. 19:15

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Inga stóð sig vel í síðasta leik á móti GrindavíkHaukastúlkur fá Breiðablik í heimsókn í kvöld í Dominos deild kvenna kl. 19:15.

Búast má við skemmtilegum og jöfnum leik ef horft er til síðasta leiks þessar liða en þá höfðu Haukastúlkur sigur eftir að hafa verið undir alveg fram að fjórða leikhluta. Í fjórða leikhluta sýndu stelpurnar loks hvað þær geta og völtuðu yfir Breiðabliksliðið og unnu sanngjarnan sigur.

Haukastelpurnar spiluðu síðast á mánudaginn við Grindavík og unnu þar sigur í miklum baráttuleik. Nú er spilað mjög ört í deildinni en þriðji heimaleikurinn í þessari viku verður svo á sunnudagskvöldið á móti Val.

Lesa meira...
 

Liðsstyrkur til kvennafótboltans

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Hafdís Erla mun spila með Haukum í sumarHaukar fá liðsstyrk fyrir komandi tímabil í 1. deild kvenna.

Knattspyrnudeild Hauka hefur gert samning við tvo leikmenn sem koma frá ÍR og munu styrkja 1. deildar lið Hauka töluvert í baráttunni sem er framundan.

Þórdís Sara Þórðardóttir og Hafdís Erla Valdimarsdóttir hafa samið við Hauka fyrir komandi átök. Þórdís Sara er framherji en hún hefur spilað 96 leiki fyrir ÍR og gert 53 mörk, á síðasta tímabili spilaði hún 14 leiki fyrir ÍR og skoraði 7 mörk.

Hafdís Erla ValdimarsdÞórdís Sara mun spila með Haukum í sumaróttir er miðjumaður og hefur spilað 40 leiki fyrir ÍR og skorað 7 mörk en hún hefur einnig verið á mála hjá Val. Hafdís getur einnig leikið sem varnarmaður.

Þess má geta að Hafdís Erla var fyrirliði hjá ÍR á síðasta tímabili.

Mikill hugur er hjá Haukum fyrir komandi tímabili og alls ekki ólíklegt að þær styrki sig enn frekar fyrir komandi tímabil.

 

 

Stórviðburðir á næstunni

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

HaukarVið viljum minna alla Haukafélaga á Herrakvöldið sem haldið verður laugardaginn 31. janúar í Hátíðarsalnum á Ásvöllum.

Að auki minnum við á hina árlegu Skötuveislu í hádeginu á þorláksmessu.

Nánar auglýst síðar.

 
Borði
No images

Vefpóstur

Nafn:
Lykilorð:

Leikir vikunnar

Mánudagurinn 15.des.
Olís deild kk. Valur - Haukar kl. 19:30
3. fl. kv. ÍR - haukar1 kl. 18:30

Þriðjudagurinn 16. des.

Miðvikudagurinn 17 .des.
Dominos deild kv. KR - Haukar kl. 19:15
4. fl. kv. Haukar2 - Fjölnir kl. 17:00

Fimmtudagurinn 18. des.
Olís deild kk. Haukar - Afturelding kl. 19:30

Föstudagurinn 19. des
Dominos deild kk. Keflavík - Haukar kl. 19:15
3. fl. kv. Haukar1 - ÍBV kl. 17:20
3. fl. kv. Haukar2 - ÍBV kl. 20:15
3. fl. kk. Þróttur2 - Haukar2 kl. 19:00

Laugardagurinn 20. des.
4. fl. kk. FH1 - Haukar1 kl. 12:30

Sunnudagurinn 21. des.Molar

Í sögu Hafnarfjarðar, sem Sigurður Skúlason, magister skrifaði, og kom út árið 1932, er minnst á öll þau íþróttafélög sem höfðu starfað og voru starfandi í bænum á þeim tíma.  Þar á meðal eru Haukar nefndir til sögunnar sem yngsta íþróttafélagið í bænum.  Fimleikafélag Hafnarfjarðar er ekki nefnt á nafn í þessari samantekt sem vekur upp spurningar hvort Haukar séu ekki í raun réttri elsta starfandi íþróttafélag í Hafnarfirði. 

samstarfsadilar

Borði