Haukar.is
Félagið mitt

 
  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð

Olísdeild karla hefst á morgun og stelpurnar hefja leik á föstudaginn

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Matthías Árni í kröppum dansi í fyrri leiknum gegn Dinamo AstrakhanNú er handboltinn að byrja að fullum krafti og teflum við fram spennandi liðum í báðum Olísdeildunum. Strákarnir hefja leik í Framhúsinu annað kvöld kl. 19:30 og stelpurnar á föstudagskvöldið kl. 20:00 gegn FH í Krikanum.
Heimasíðan setti sig í samband við Matthías Árna fyrirliða mfl. karla og spurði hann nokkra spurninga.

Lesa meira...
 

Árgangamót í körfubolta

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Árgangamót Hauka í körfubolta er á næsta leiti og ekki seinna vænna en að dusta rykið af skónum, blása í boltana og finna sér körfu til að rifja upp taktana.

Laugardaginn 11. október verður Árgangamótið haldið með sama sniði og undanfarin ár fyrir utan að matur og almenn gleði mun fara fram uppi á palli í stað veislusalsins.

Lesa meira...
 

Síðasti heimaleikurinn á Laugardag

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

HaukarÞá er komið að síðasta heimaleik strákanna og jafnframt síðasta leik þeirra á tímabilinu. 
Núna fáum við Víking frá Ólafsvík í heimsókn.
Fyrir síðustu umferðina eru strákarnir okkar í 8.sæti með 29 stig en Víkingur er í 3.sæti með 36 stig.
Í síðasta leik sigruðu Haukar liðið sem að er í öðru sæti deildarinnar Í.A. á útivelli 0-2 þar sem þeir sýndu fína takta. 

Lesa meira...
 

Getraunaleikur Hauka hefst nk. laugardag

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Haukar

Kæri Haukafélagi

Nú er komið að því!
Hinn árlegi og sívinsæli getraunaleikur, Haukar 1x2, hefst með skráningardegi laugardaginn 20. september 2014, kl. 10:00! Þátttökugjald er kr. 4.000 á lið.

Getraunastarfið er frábær vettvangur til að hitta félaganna yfir léttu spjalli.   Það er líka mikilvægt að við tökum öll þátt í þessu frábæra starfi og eflum þannig félagið okkar til enn frekari dáða.   Getraunastarfið er opið öllum. 

Hópleikurinn
Leikurinn verður með sama hætti og undanfarin ár.  Leikurinn er byggður upp á tveggja manna liðum og keppt er í riðlum.  Hópleikurinn er ætlaður mömmum og mæðgum, pöbbum og feðgum, öfum og ömmum, vinum og vinkonum, vinnufélögum, veiðifélögum og saumaklúbbum.  Með öðrum orðum öllum sem vilja taka þátt í skemmtilegum leik með skemmtilegu fólki.  

Lesa meira...
 

Spilakvöld öldungaráðs Hauka

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Haukar

Miðvikudaginn 24. september  hefst  fyrsta  spilakvöld vetrarins.
 
Spilað er í forsal Samkomusalarins. Glæsilegir spilavinningar eru í boði auk happdrættis.
 
Boðinn er léttur kvöldverður kl. 19.

Starfsemi Öldungaráðs hófst árið 1991 og hefur staðið óslitið síðan.
Félagar eru hvattir til að mæta og eiga góða stund saman í skemmtilegum félagsskap.

 

 

Golfmót Hauka - úrslit

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Kjartan og Lúðvík lentu í 1 og 2 sæti í punktakeppniGolfmót Hauka var haldið föstudaginn 13. september á Keilisvellinum.

Leikið var við nokkuð erfiðar aðstæður en strekkings vindur var á vellinum sem gerði kylfingum erfitt fyrir.

Kjartan Þór Ólafsson vann punktakeppnina á 38 punktum og þar með hinn eftirsótta rauða jakka. Í öðru sæti lenti svo Lúðvik Geirsson á 37 punktum og í þriðja sæti var Hanna Kjartansdóttir með 34 punkta.

Í höggleik sigraði Sigurþór Jónsson á 78 höggum og vann Baddaskjöldinn. Í öðru sæti lenti Ásgeir Guðbjartsson á 79 höggum og í þriðja var Haukur Jónsson á 81 höggi.

Öldungameistari Hauka varð Lúðvík Geirsson og hlaut hann farandgripar sem gefin var í minningu Ólafs H. Ólafssonar. 

Óskum við þessum flottu kylfingum til hamingju með árangurinn.

Félagið þakkar keppendum, starfsmönnum, styrktaraðilum og öðrum er lögðu sitt af mörkum í mótinu. 

 

 

Haukar leika gegn Dinamo Astrakhan ytra á morgun

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Árni Steinn í kunnuglegri stellingu á æfingu í Astrakhan í morgunOkkar menn í handboltanum eru mættir til borgarinnar Astrakhan í Rússlandi og munu leika gegn heimamönnum á morgun kl. 18:00 að staðartíma (14:00 ísl.). Ferðalagið var langt og strangt en miðað við fréttir af þeim á Twitter (@Haukarhandbolti) þá virðist allt vera í góðu lagi og æfðu þeir í keppnishöllinni í morgun.

Lesa meira...
 

Leikjaskólinn hefst á morgun, laugardag

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

HaukarHinn vinsæli leikjaskóli Hauka hefst á morgun eftir sumarfrí.

Við hvetjum alla krakka og foreldra að mæta og hafa góða stund þar sem áhersla er lögð á hreifingu og leiki. 

 

Haukar - Njarðvík í kvöld

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

LeLe er komin aftur eftir sumarfríHaukastúlkur taka á móti Njarðvíkingum í kvöld kl. 19:15 í Lengjubikarnum

Þetta er fyrsti leikur stelpnanna á þessu tímabili og munu Haukarnir tefla fram mikið breyttu liði frá síðasta ári. 5 lykilmenn hafa farið á aðrar slóðir eða eru í tímabundnu leyfi en Haukar geta tekið vel við þessum áföllum og eiga margar ungar og efnilegar stelpur sem bíða tækifæris á að sína hvers þær eru megnugar.

Lið Haukanna verður mjög ungt í vetur og munu stúlkur í stúlnaflokki spila stórt hlutverk á komandi tímabili, en auk þess eru nokkrir reyndari leikmenn og besti erlendi leikmaður deildarinnar síðustu þrjú tímabil, LeLe Hardy.

 

Konukvöld 11. október 2014

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

HaukarHið árlega konukvöld Hauka verður haldið hátíðlegt laugardaginn 11. október næstkomandi.

Takið frá kvöldið.

Nánar auglýst síðar.

Konukvöldsnefnd.

 
Borði

Vefpóstur

Nafn:
Lykilorð:

Leikir vikunnar

Mánudagurinn 8. sept.
2. fl. kk. fótb. FH - Haukar kl. 17:00
2. fl. kk. fótb. FH - Haukar kl. 18:45

Miðvikudagurinn 10. sept.
Fyrirtækjabikar karfa kv. Haukar - Njarðvík kl. 19:15

Fimmtudagurinn 11. sept.
3. fl. kv. fótb. úrslit Breiðablik - Haukar kl. 17:30

Laugardagurinn 13. sept.
1. deild kk. fótb. ÍA - Haukar kl. 14:00

Sunnudagurinn 14. sept
Fyrirtækjabikar kk. karfa Haukar - Valur kl. 19:15

 
Molar

Á félagsfundi í Haukum i ársbyrjun 1932 var samþykkt að félagið óskaði eftir aðild að ÍSI.  Félagið var skömmu síðar samþykkt sem fullgildur aðili að ÍSÍ.  (Heimild: Haukar í 60 ár, bls. 7)

samstarfsadilar

Borði