Viðbragðsteymi aðildarfélaga ÍBH við óvæntum atburðum

Hverju íþróttafélagi er skylt að stofna viðbragðsteymi við óvæntum atburðum.
Viðbragðsteymi íþróttafélaga mynda: a). Formaður / framkvæmdastjóri íþróttafélags, b).
Íþróttastjóri íþróttafélags / fulltrúar deilda í íþróttafélagi, c). Fulltrúi starfsfólks (ef við á).
Skylt er að hafa upplýsingar um viðbragðsteymi á heimasíðum íþróttafélaga, hverjir skipa
viðbragðsteymið og hver sé formaður þess. Tilkynningar skulu berast til formanns
viðbragðsteymis. Allar tilkynningar eru trúnaðarmál.
Þegar upp kemur grunur um einelti, áreitni, ofbeldi eða óvænt áföll hjá íþróttafélagi skal
þegar hafa samband við formann viðbragðsteymis. Skal þá strax unnið eftir fyrirfram
ákveðnu vinnuferli:

 1. Tilkynning berst til íþróttafélags (formanns viðbragðsteymis).
 2. Formaður viðbragðsteymis kallar það saman.
 3. Tilkynning rædd í trúnaði.
 4. Tilkynning er leyst innan félags og hlutaðeigendum er tilkynnt um niðurstöðu, eða tilkynningu er vísað til:
  • a). Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. Heimasíða
   www.samskiptaradgjafi.is. Hafa samband, panta tíma til
   ráðgjafar.
  • b). Barnaverndar.
   Tilkynningar til barnaverndar fara þar í ákveðið ferli.
  • c). Lögreglu.
   Tilkynningar til lögreglu fara þar í ákveðið ferli.
  • d). Hringt í neyðarlínu 112.
   Í neyðartilvikum eða til ráðgjafar.