Haukar – Stjarnan í Dominos deild kvenna í kvöld kl. 19:15

Næst síðasti heimaleikur stelpnanna í Dominos deild kvenna er í kvöld, þriðjudaginn 19. mars og hefst leikurinn kl. 19:15.

Haukastelpur hafa að litlu að keppa og sitja sem fastast í 6 sæti deildarinnar og því lítið annað að keppa að en heiðurinn og að bæta sinn leik fyrir næsta tímabil. Liðið hefur spilað ágætlega í vetur, er með ungt lið og hefur verið að spila betur og betur eftir því sem liðið hefur á veturinn.
Liðið hefur núna spilað síðustu leiki án Lele Hardy og hafa staðið sig einstaklega vel.

Stjörnustúlkur eru í harðri baráttu um að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og þurfa nauðsynlega á sigri að halda.

Við hvetjum fólk til að mæta á leikinn og hvetja stelpurnar áfram.

Áfram Haukar.