Powerade-bikarinn: Haukar-b fá heimaleik – mæta Kötlu

Í gær var dregið í 64-liða úrslit Powerade-bikars karla. Haukar-b fengu heimaleik gegn Kötlu frá Vík í Mýrdal en leikið verður 11.-14. nóvember. Lið í Iceland Express-deild karla og 1. deild karla fara beint í 32-liða úrslit og því er A-lið Hauka komið í 32-liða úrslitin.   Eftirfarandi lið drógust saman:Laugdælir-KR-bÁlftanes-Fjölnir-bStjarnan-b-AugnablikHaukar-b-KatlaLeiknir-Reynir SandgerðiKV-Víkingur ÓlafsvíkMostri-Valur-bTindastóll-b-PatrekurNjarðvík-b-Bolungarvík ÍBV situr […]

Bið verður á fyrsta sigrinum

Fyrsti sigur Hauka í IE-deild Hauka lætur standa á sér en liðið er með 0 stig eftir fjóra leiki. Í kvöld mættu þeir Keflavík í Toyotahöllinni í Keflavík og þrátt fyrir mikla baráttu þá þurfti liðið að þola níu stiga tap, 85-76. Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum en Haukar gættu þess að missa þá ekki […]

Stelpurnar enn að leita að fyrsta deildarsigrinum

Haukar töpuðu fyrir Fjölni í kvöld 81-84 í hörkuleik í Iceland Express-deild kvenna. Er þetta þriðja tap Hauka í jafn mörgum leikjum í deildinni. Haukastelpur sem spiluðu rosalega vel á undirbúningstímabilinu og lönduðu sigri í Lengjubikarnum í byrjun október eru ekki búnar að vinna leik í deildinni. Stelpurnar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik […]

Christopher Smith gengur til liðs við Hauka

  Haukar hafa ákveðið að taka á reynslu Christopher Smith sem ætti ekki að vera landsmönnum alls ókunnugur. Smith hefur bæði leikið með liði Fjölnis (09-10) og með liði Njarðvíkur (10-11) og þekkir því deildina vel. Smith lék 15 leiki í IE-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim 20.9 stig að meðaltali og tók […]

Fyrsti sigur í hús

Haukar unnu sætan sigur á Fjölnismönnum í Lengjubikarnum í gærkvöld en Davíð Páll Hermannsson skoraði úrslitastigið þegar aðeins 3,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Leikurinn endaði 74-75 og var allt annað að sjá liðið frá því í leiknum á föstudaginn gegn Stjörnunni. Leikurinn var nokkuð jafn allan leikinn en Fjölnismenn náðu tveimur góðum áhlaupum sem […]

Þriðja tapið staðreynd – vörnin hriplek

Haukar tóku á móti Stjörnunni í kvöld í Iceland Express-deild karla. Hlutskipti þessa liða er búið að vera mjög ólíkt á tímabilinu. Stjörnumenn búnir að landa sigri í fyrstu tveimur leikjum sínum í Iceland Express-deildinni. Haukar komnir með tvö töp eftir fyrstu tvær umferðirnar. Því miður fyrir okkar menn var engin breyting á í kvöld. […]

Actavís og Haukar endurnýja styrktarsamning

Actavis og Körfuknattleiksdeild Hauka endurnýja samning Fyrir leik Hauka og Snæfells í m.fl. karla var endurnýjaður samningur milli Actavís og Körfuknattleiksdeildar Hauka. Actavís hefur undanfarin 7 ár verið aðalstyrktaraðili deildarinnar.  Í kjölfar góðs árangurs Hauka á síðasta ári ákvað Actavís að auka enn stuðning sinn við það uppbyggingar starf sem unnið er innan Körfuknattleiksdeildar Hauka […]