Handboltapassinn – Heimili handboltans

Í Handboltapassanum verða allar íslensku deildirnar í handbolta, karla og kvenna, á einum stað. Í fyrsta skipti verða allir leikir í Olís og Grill 66 deildum karla og kvenna í beinni útsendingu. Auk þess verður Handboltapassinn með beinar útsendingar frá 3. og 4. flokki karla og kvenna. Unnið er hörðum höndum að bæta þeim útsendingum við þjónustuna […]

Blíða og blár himinn

Það var ánægjulegt að sjá stórvirkar vinnuvélar lyfta stálboga hátt til himins í blíðviðrinu í gær. Senn er ár liðið síðan bygging knatthússins hófst og óhætt er að segja að verkið gangi vel og fylgir vel verkáætlun. Það hefur verið afar ánægjulegt að fylgjast með byggingu hússins, skref fyrir skref, og verða vitni að faglegum […]

Sætur er sjaldfenginn matur

Hann var þéttsetinn Forsalurinn í síðustu viku þegar Lávarðarnir – ökumenn Hauka, settust að snæðingi ásamt öðrum góðum félögum og tóku vel til matar síns. Á borðum var hrossakjöt með öllu. Ræðumaður kvöldsins var Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra og alþingismaður, og var gerður góður rómur að máli hans. Samkomunni stjórnaði af festu Magnús Gunnarsson, formaður […]

Hafnarfjarðarslagur

Baráttan um fjörðinn er á morgun HAUKAR ~ FH 19:30 ÁSVELLIR Hamborgarar í sjoppunni Miðasala í Stubbur appinu ~ FRÍTT fyrir Hauka í Horni og iðkendur handboltans í Haukum MÆTUM Á VÖLLINN ~ ÁFRAM HAUKAR

Íslandsmót barna og ungmenna í skák (u16) fór fram um liðna helgi.

Á laugardeginum var einstaklingskeppni en á sunnudeginum liðakeppni. Samtals voru þetta um það bil 120 keppendur í heildina. Haukar áttu 17 keppendur í einstaklingskeppninni og 4 lið í liðakeppninni. Flestir ef ekki allir keppendur okkar voru að taka þátt í sínu fyrsta alvöru skákmóti og stóðu sig öll frábærlega miðað við það. Í liðakeppninni varð […]

HROSSAKJÖTSVEISLAN GÓÐA

Miðvikudaginn 8. nóvember verður boðið upp á úrvals hrossakjöt og meðlæti. Heiðursgestur og ræðumaður verður Ögmundur Jónasson fyrrv. þingmaður og ráðherra. Veislan hefst kl 19:00 – húsið opnar kl. 18:30 Takmarkað sætaframboð! Miðaverð kr. 5000.- Miðasala og pantanir í afgreiðslu og bhg@haukar.is Nefndin