Blíða og blár himinn

Það var ánægjulegt að sjá stórvirkar vinnuvélar lyfta stálboga hátt til himins í blíðviðrinu í gær. Senn er ár liðið síðan bygging knatthússins hófst og óhætt er að segja að verkið gangi vel og fylgir vel verkáætlun. Það hefur verið afar ánægjulegt að fylgjast með byggingu hússins, skref fyrir skref, og verða vitni að faglegum og góðum vinnubrögðum allra þeirra fjölmörgu sem að verki koma. Gert er ráð fyrir að knatthúsið verði fokhelt á vordögum, en gert er ráð fyrir að taka knatthúsið í notkun í byrjun desember 2024. Góð viðbót við okkar frábæru íþróttaðstöðu á Ásvöllum.