Íslandsmót barna og ungmenna í skák (u16) fór fram um liðna helgi.

Á laugardeginum var einstaklingskeppni en á sunnudeginum liðakeppni.
Samtals voru þetta um það bil 120 keppendur í heildina.
Haukar áttu 17 keppendur í einstaklingskeppninni og 4 lið í liðakeppninni.
Flestir ef ekki allir keppendur okkar voru að taka þátt í sínu fyrsta alvöru skákmóti og stóðu sig öll frábærlega miðað við það.
Í liðakeppninni varð svo A liðið í öðru sæti í B flokki, sem að er flokkur þeirra sem hafa ekki skákstig yfir 1.000 stig, sem að er frábær árangur.
Flest allir þeir krakkar sem okkar krakkar kepptu við, bæði í einstaklings og liðakeppninni, eru búin að æfa og keppa í skák í mun lengri tíma og vakti bæði árangur okkar og fjöldi keppenda eftirtekt hinna skákfélagana.
Við þökkum þeim sem tóku þátt (og foreldrum þeirra) kærlega fyrir frábæra helgi og viljum sérstaklega minnast á hversu framkoma þeirra og kurteisi var frábær á skákstað. Nokkuð sem að er nauðsynlegt í öllum íþróttum og þá sérstaklega skák.
Takk krakkar ❤️
(Ennþá er hægt að skrá sig í skák hjá Haukum á Sportabler og eru æfingar á þriðjudögum kl 17. Nánari upplýsingar má fá hjá haukarskak@simnet.is)