Sara Odden snýr aftur til Hauka

Sara Odden sem leikið hefur BSV Sachen Zwickau í Þýskalandi úrvalsdeildinni i vetur snýr aftur til Hauka nú í janúar. Sara mun styrkja Haukaliðið mikið í komandi baráttu og hlakkar okkur til að sjá hana aftur á vellinum Við bjóðum Söru velkomna aftur á Ásvelli Hulda Margrét ljósmyndari / photography

Fyrsti landsliðsmaður Hauka fallinn frá

Karl M. Jónsson, Kalli vídó, eins og hann var oftast nefndur, átti langan og farsælan feril hjá Haukum í handbolta og fótbolta. Hann var markvörður i hinu frækna knattspyrnuliði ÍBH sem sigraði 2. deild í fótbolta 1959 undir leiðsögn Alberts Guðmundssonar. Hann var og markmaður í sigursælu meistaraflokksliði Hauka sem vann 2. deild Íslandsmótsins í […]

Gleðilega jólahátíð

Óskum ykkur, kæru Haukafélagar,  stuðningsaðilum og öðrum velunnurum félagsins, gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegar samverustundir og stuðning á árinu sem er að líða. Stefnum á nýtt ár með nýjum tækifærum og fleiri áskorunum! Áfram Haukar.

Guðrún Inga endurnýjar samning við Hauka

Guðrún Inga Gunnarsdóttir hefur skrifað undir 2 ára samning við knattspyrnudeild Hauka. Guðrún Inga er fædd árið 2006 og spilar oftast á kanti eða sem bakvörður. Hún á að baki sex leiki með meistaraflokki kvenna og hefur verið valin í úrtök hjá yngri landsliðum. Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar nýjum samningi Guðrúnu Ingu sem er ein […]

Kristján Gunnarsson til Hauka

Kristján Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hauka. Kristján er virkilega spennandi leikmaður sem Haukar hafa verið að fylgjast með í nokkur ár. Hann er fæddur 2002 og er sókndjarfur hægri bakvörður með gríðarlega mikinn hraða og hlaupagetu. Kristján er uppalinn í Breiðabliki. Hann hefur einnig spilað með Augnabliki og Elliða, en hann […]

Viðurkenningahátíð Hauka 2022

Venju samkvæmt heiðra Haukar sitt besta íþróttafólk á viðurkenningahátíð sem haldin verður í íþróttasal í hádeginu á Gamlársdag. Eftirtalin hafa verið tilnefnd: Íþróttakona Hauka Kristín Fjóla Sigþórsdóttir – fótbolti Eva Margrét Kristjánsdóttir – karfa Ísold Elísa Hlynsdóttir – karate Elín Klara Þorkelsdóttir – handbolti Erla Skaftadóttir – skokk —————————————— Íþróttamaður Hauka Milos Peric – fótbolti […]

Skötuveisla á Þorláksmessu

Eftir tveggja ára hlé verður nú boðið til skötuveislu á Þorláksmessu. Í boði er kæst skata og saltfiskur auk meðlætis í föstu og fljótandi formi. Miðasala og pantanir í afgreiðslu, síma 525 8700 og bhg@haukar.is Verð kr. 5000.-

Bikarkeppni HSÍ: 16-liða úrslit karla

Á morgun, fimmtudaginn 15. desember leikur meistaraflokkur karla gegn liði Víkings í 16-liða úrslitum Bikarkeppni HSÍ. Leikurinn fer fram í Safamýrinni kl. 18:30. Það er gríðarlega mikilvægt að sem flest haukafólk láti sjá sig og styðji liðið alla leið í „Final Four“.