Fyrsti landsliðsmaður Hauka fallinn frá

Karl M. Jónsson, Kalli vídó, eins og hann var oftast nefndur, átti langan og farsælan feril hjá Haukum í handbolta og fótbolta. Hann var markvörður i hinu frækna knattspyrnuliði ÍBH sem sigraði 2. deild í fótbolta 1959 undir leiðsögn Alberts Guðmundssonar. Hann var og markmaður í sigursælu meistaraflokksliði Hauka sem vann 2. deild Íslandsmótsins í handbolta 1964. Þá var hann valinn í landslið Íslands í handbolta 1963 sem lék gegn Frökkum og Spánverjum og varð þar með fyrsti landsliðmaður Hauka.
Félagið sendir aðstandendum Kalla innilegar samúðarkveðjur.