Haukamótið í golfi 2022 – nánara fyrirkomulag.

Golfmót Hauka verður haldið á Hvaleyrarvellinum föstudaginn 9. september nk. Opnað verður fyrir skráningu kl. 12.00 þann 2. september á Golfbox. Þátttökugjald er kr. 5.500, greitt við skráningu. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: · Rauða jakkinn Punktakeppni með forgjöf. Karlar leika af gulum, bláum eða rauðum teigum og konur af rauðum teigum. · Guli boltinn. […]

Traustur félagi fallinn frá

Látinn er eftir stutt veikindi Albert Sigurðsson, Alli málari. Hann var tryggur stuðningsmaður Hauka í horni og sat í rúman áratug í stjórn Handknattleiksdeildar félagsins. Félagið sendir fjölskyldu Alla innilegar samúðarkveðjur og þakkar langt og gott samstarf.

Nýtt gervigras á keppnisvöll.

Nú er unnið að því að skipta út eldra gervigrasi á aðalkeppnisvelli félagsins. Núverandi gervigras var lagt á völlinn árið 2015 og því var komin tími á endurnýju grassins. Fyrirtækið Metatron sér um verkið líkt og árið 2015. Nauðsynlegt er talið að skipta út gervigrasi á 5 til 7 ára fresti, en gríðarleg notkun er […]

Golfmót Hauka 2022

Haukafélagar ! Haukamótið í golfi 2022 verður haldið á Hvaleyrarvelli föstudaginn 9. september. Skráning í GolfBox frá hádegi 2. september.  Óbreyttur keppnisvöllur, Hvaleyrarvöllur, einn glæsilegasti golfvöllur landsins Áfram Haukar ! Mótanefnd