Haukamótið í golfi 2022 – nánara fyrirkomulag.

Golfmót Hauka verður haldið á Hvaleyrarvellinum föstudaginn 9. september nk.
Opnað verður fyrir skráningu kl. 12.00 þann 2. september á Golfbox. Þátttökugjald er kr. 5.500, greitt við skráningu.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
· Rauða jakkinn Punktakeppni með forgjöf. Karlar leika af gulum, bláum eða rauðum teigum og konur af rauðum teigum.
· Guli boltinn. Punktakeppni með forgjöf. Karlar leika af gulum, bláum eða rauðum teigum. Einskorðað við keppendur sem eru 55 ára eða eldri á árinu.
· Haukabikarinn. Höggleikur án forgjafar. Karlar leika af gulum teigum og konur af rauðum teigum.
· Ræst verður út amk. frá kl. 10.00-14.00.
Einungis þeir sem eru með virka WHS forgjöf geta unnið til forgjafarverðlauna. Mótsstjórn áskilur sér rétt til að leiðrétta leikforgjöf leikmanns þegar sannanir liggja fyrir því að forgjöf leikmannsins er ekki í samræmi við hans raunverulegu getu. Ef jafnt er í mótslok gildir 5. gr. móta- og keppendareglna GSÍ. Þó skal ekki fara fram umspil eða bráðabani í keppni án forgjafar.
Aldurstakmark er 18 ár.
Auk þess verða veitt glæsileg nándarverðlaun á öllum par 3 brautum. Einnig verða dregin út glæsileg verðlaun og allir keppendur fá þá eitthvað fallegt.
Tilboð verða í boði vertsins fyrir svanga og þyrsta keppendur og aðra gesti, en allir eru hjartanlega velkomnir í Golfskála Keilis meðan á keppni stendur.
Mótsstjórn,
Guðmundur Friðrik, Guðmundur Har., Ingimar Har. og Sigurgeir Mar.